KR-ingar unnu Framara 1-0 í Frostaskjólinu í kvöld. Sigurður Ragnar Eyjólfsson skoraði eina markið á 42. mínútu með föstu skoti af vítateigslínu eftir að hann fékk sendingu frá Einari Þór Daníelssyni. Þetta var fjórða mark Sigurðar í sumar. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum en jafnræði var með liðunum mestallan leikinn. Bæði lið fengu nokkur góð færi til að skora en þegar upp var staðið skoruðu KR-ingar eina mark leiksins, en þeir unnu einnig síðasta leik sinn í deildinni. KR er nú efst í deildinni með 13 stig, tveimur stigum meira en Fylkir en Framarar eru sem fyrr í sjöunda sæti með sex stig, jafnmörg og Þór.

Ég læt hér fylgja með byrjunarliðin í kvöld sem ég sá á mbl.is:
Lið KR: Kristján Finnbogason, Jökull I. Elísabetarson, Þormóður Egilsson, Gunnar Einarsson, Sigþór Júlíusson, Einar Þór Daníelsson, Jón Skaftason, Þorsteinn Jónsson, Arnar Jón Sigurgeirsson, Veigar Páll Gunnarsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.

Lið Fram: Gunnar Sigurðsson, Ásgeir Halldórsson, Ingvar Ólason, Bjarni Þór Pétursson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Daði Guðmundsson, Ómar Hákonarson, Ágúst Gylfason, Viðar Guðjónsson, Andri Fannar Ottósson og Þorbjörn Atli Sveinsson.

KR - Fram 1-0
1-0 Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Minni á það að á morgun er seinasti sjens að taka þátt í Grindavíkur-Boltaleiknum.