19 mörk í annari umferð Önnur umferð Símadeildarinn hófst í gær þegar KR lagði Íslandsmeistara ÍA 3-1. Sigurvin Ólafsson gerði tvö fyrstu mörk leiksins og Ellert Jón Björnsson minnkaði muninn fyrir gestina áður en Reynir Leósson skoraði sjálfsmark undir lok leiksins. Hjálmur Hjálmsson, ÍA, var rekinn af velli þegar staðan var 1-0. KR-ingar eru greinilega til alls líklegir og verða að teljast líklegir Íslandsmeistarar.

Skotinn Neil McGowan, sem genginn er til liðs við KA, var ekki í liðinu gegn Fylki í Árbænum í dag. Björn Viðar Ásbjörnsson kom Fylki yfir á 39. mínútu, eftir hornspyrnu. Kristján Örn Sigurðsson jafnaði fyrir KA á lokasekúndu fyrri hálfleiks með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Dean Martin. Seinni hálfleikur var tíðindalítill og niðurstaðan því jafntefli 1-1.

Þór og FH skildu jöfn, 4-4, í bráðfjörugum. Orri Freyr Hjaltalín braut ísinn fyrir Þór á 11.mínútu eftir undirbúning Jóhanns Þórhallssonar. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson lék upp völlinn nokkrum mínútum síðar og þrumaði boltanum í þverslá og inn af 32 metra færi. Jóhann Þórhallsson skoraði svo tvö mörk með stuttu millibili og kom Þórsurum í 3-1. Næstu þrjú mörk komu svo frá FH. Guðmundur Sævarsson, Jón Þ. Stefánsson og Jóhann G. Möller skoruðu og komu FH yfir 3-4. Mark Jóns var sérlega glæsilegt, skot í þverslá og inn af 35 metra færi. Aðeins rólegra var yfir markaskorun í seinni hálfleiknum. Jóhann Þórhallsson jafnaði fyrir Þór á 53. mínútu og innsiglaði þar með þrennu sína og tryggði Þór stigið.

Grindavík tók á móti Fram í leik sem var víst ekki mikið augnakonfekt. Gestur Gylfason var í byrjunarliðinu hjá Grindavík en hann fékk félagaskipti þangað frá Hjörring í Danmörku í gær. Framherjinn Kristján Brooks kom hinsvegar ekkert við sögu en hann er nýgenginn til liðs við Fram. Guðmundur Bjarnason skoraði eftir hornspyrnu frá Scott Ramsey, með hörkuskoti af markteig, á 3. mínútu og heimamenn komnir með forystu. Þorbjörn Atli Sveinsson jafnaði 30. mínútu eftir vel útfærða sókn. Ómar Hákonarson átti góða fyrirgjöf á Þorbjörn Atla sem skoraði af stuttu færi. Úrslitin 1-1 í leik þar sem spilamennska Grindvíkinga olli miklum vonbrigðum.

ÍBV átti sinn fyrsta heimaleik gegn Keflavík. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ÍBV yfir á 15. mínútu eftir sendingu frá Bjarnólfi Lárussyni. Þórarinn Kristjánsson jafnaði fyrir Keflavík á 42. mínútu með skalla eftir sendingu Adolfs Sveinssonar. Guðmundur Steinarsson fékk langa sendingu innfyrir vörn ÍBV á 81. mínútu, frá Jóhanni Benediktssyni, og skoraði með glæsilegu skoti í markhornið niðri. Mikilvægur sigur fyrir Keflvíkinga 1-2.

KR - ÍA 3-1
1-0 Sigurvin Ólafsson
RAUTT Hjálmur Hjálmsson (ÍA)
2-0 Sigurvin Ólafsson
2-1 Ellert Jón Björnsson
3-1 Sjálfsmark

Fylkir - KA 1-1
1-0 Björn Viðar Ásbjörnsson
1-1 Kristján Örn Sigurðsson

Þór - FH 4-4
1-0 Orri Hjaltalín
1-1 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
2-1 Jóhann Þórhallsson
3-1 Jóhann Þórhallsson
3-2 Guðmundur Sævarsson
3-3 Jón Þ. Stefánsson
3-4 Jóhann G. Möller
4-4 Jóhann Þórhallsson

Grindavík - Fram 1-1
1-0 Guðmundur Bjarnason
1-1 Þorbjörn Atli Sveinsson

ÍBV - Keflavík 1-2
1-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson
1-1 Þórarinn Kristjánsson
1-2 Guðmundur Steinarsson