Kvennaboltinn (KR deildarbikarmeistari o.fl.) DEILDARBIKAR KVENNA Í HENDUR KR
KR varð um helgina deildarbikarmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2002 eftir 4-0 sigur á Valsstúlkum í Egilshöllinni. Hrefna Jóhannesdóttir skoraði tvö mörk fyrir KR, Olga Færseth eitt mark og Embla Grétarsdóttir eitt sömuleiðis. Það er alveg ljóst að KR stúlkur eru líklegastar til að taka alla titlana þetta sumarið.




KVENNALANDSLIÐIÐ
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi í dag landslið sitt fyrir leikinn við Rússa í forkeppni HM kvenna. Einn nýliði er í hópnum, Dóra Stefánsdóttir úr Val en hún er nýorðin 17 ára. Leikurinn verður í Rússlandi á laugardaginn kemur og heldur liðið utan á fimmtudaginn. Athygli vekur þegar dagskrá liðsins er skoðuð að liðið þarf að fara 50 kílómetra leið til að komast á æfingu á föstudeginum.

Markverðir verða Þóra Björg Helgadóttir úr KR og María Björg Ágústsdóttir úr Stjörnunni og aðrir leikmenn eru: Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Breiðabliki, Margrét R. Ólafsdóttir, Breiðabliki, Guðlaug Jónsdóttir, Bröndby, Erla Hendriksdóttir FVB, Katrín Jónsdóttir, Kolbotn, KR-stúlkurnar Ásdís Þorgilsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Edda Garðarsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Olga Færseth. Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Rósa Júlía Steinþórsdóttir koma úr Val

Dagskráin:
Fimmtudagur 16. maí
05:15 Mæting á skrifstofu KSÍ / Brottför á Keflavíkurflugvöll
07:40-12:35 FI306 til Stokkhólms
13:30-17:35 SK730 til Moskvu
20:00 Áætluð koma á hótel
20:30 Kvöldverður
22:00 Gengið til náða

Föstudagur 17. maí
08:45/09:00 Vakið / Morgunverður
12:00 Hádegisverður
13:30? Brottför á æfingu (50 km)
15:00-16:30 Æfing á keppnisvelli
18:30 Kvöldverður
20:00 Fundur
23:00 Gengið til náða

Laugardagur 18. maí
08:45/09:00 Vakið / Morgunverður
10:30 Göngutúr og fundur
11:30 Hádegisverður
12:00? Brottför í leik
13:30 Komið á leikvöll
15:00 Rússland - Ísland
19:00 Kvöldverður
23:00 Gengið til náða

Sunnudagur 19. maí
08:45/09:00 Vakið / Morgunverður
Skoðunarferð
Brottför á flugvöll
14:00 Komið á flugvöll
15:55-16:30 SK735 til Kaupmannahafnar
19:45-21:05 FI213 til Keflavíkur
22:15 Áætluð koma á KSÍ

Dvalarstaður í Moskvu:
Hotel Ukraine

Ég veit ekki hvað þið hafi mikinn áhuga á að vita dagskrána hjá stelpunum en ég lét þetta fylgja með fyrir þá áhugasömu.