Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vantar Upplýsingar

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
hefurðu prófað að nota leitarvél? t.d. www.mamma.com og skrifa “dogs”?<BR

Re: Hundaleysi : (

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það er frábært að eiga hund, en það er bara eitt vandamál, ertu mikið að heiman? það er ekki gaman fyrir hundinn að vera einn heima marga klukkutíma á dag ,ég hugsa að 5 - 6 tímar sé hámark fyrir venjulegan hund. Þeir verða svo rosalega einmana. Það væri náttúrulega best að geta haft hann með sér í vinnuna (en það geta nú fáir) næstbest að fá einhvern til að passa hann. þarnæst að hafa hann ekki lengi einan heima.

Re: Hvernig hunda eigið þið?

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég á íslenskan fjárhund, svarta og hvíta tík.Mjög blíða og góða 3 ára:)<BR

Re: Re: bann á hunda í fjölbýli

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
ef hundur borðar einusinni á dag þarf hann bara að kúka 1 sinni á dag. hann gerir það í sinni daglegu gönguferð svo það eru ekki stöðug hlaup upp og niður. Maður getur nokkurnveginn ráðið hvenær hann þarf að skíta , það fer eftir því hvenær hann étur…..svo pissar hann þegar hann fer út með eigandanum nokkrum sinnum yfir daginn, hundar halda í sér eins og fólk…..

Re: Re: bann á hunda í fjölbýli

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
það er mjög óréttlátt að bara þeir sem hafa efni á að búa í einbýlishúsi geti átt hund. þetta eru fordómar að meta hæfileika fólks tik dýrahalds eftir efnahag. Mörg fjölbýlishús hafa sér inngang,svo ofnæmisafsökunin dugar ekki þar,svo eru líka til góð lyf gegn ofnæmi, þeir sem hafa ofnæmi fyrir gróðri krefjast þess ekki að malbikað verði yfir allt gras og annan gróður,þeir taka bara lyfin sín. Þá er það fælnin eða hræðslan. Það er ekki eðlilegt eða æskilegt að láta hræðslu stjórna lífi sínu....

Re: Re: bann á hunda í fjölbýli

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
er þá þessi sípissandi hundur ekki hvolpur? eða eitthvað að honum . eðlilegur fullorðinn veltaminn hundur pissar ekki inni.

Re: Sálfarir

í Dulspeki fyrir 23 árum, 5 mánuðum
www.wisdomsdoor.com er síða með ýmsu efni sem tengist svona sálförum (obe)

Re: Sálin ekki eins?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Hundar eru náttúrulega misjafnir eins og fólkið. Eflaust eru til hundar sem halda að þeir stjórni heiminum (a.m.k. sínum heimi) og svo er til fólk sem veit að það stjórnar ekki heiminum…… (stundum er nú álitamál hver þjónar hverjum,hundurinn manninum eða maðurinn hundinum…..) mannfólkið gæti lært margt af hundum,(t.d.um vináttu eins og þú minntist á) þeir eru oft góðir kennarar. Hvort sálin er öðruvísi í hundum en mönnum veit ég ekki, það skiptir kannske ekki öllu máli,en hitt þykist ég vita...

Re: Galdrar

í Dulspeki fyrir 23 árum, 5 mánuðum
´Eg hef áhuga á göldrum, (en ekkert vit á þeim :))<BR

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Re: guð?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Hvað var fyrir “big bangið”???

Re: Re: Trú eða trúleysi

í Dulspeki fyrir 23 árum, 5 mánuðum
´Eg hefði viljað sjá greinina þína,sem var svo ekki birt.

Re: Álfakönnun

í Dulspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Alveg sammála :) það hefði mátt bæta Hafnarfirði við,en hvort þeir eru fleiri þar en annarstaðar er ég ekki viss um…..

Re: guð og aftur guð!!!

í Dulspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Margir fermast út af gjöfunum, sumir af því að fjölskyldan ætlast til þess,sumir af því að allir hinir fermast, það er erfitt á þessum aldri að vera öðruvísi en hinir krakkarnir eða gera ekki eitthvað sem fjölskyldan ætlast til og alveg sérlega erfitt að hafna öllum gjöfunum…… þetta með að trúa á sjálfan sig og náttúruna , þarf ekki að stangast á við guðstrú. einusinni endurfyrir löngu lærði ég vísu: Trúðu á tvennt í heimi/ tign sem æðsta ber/guð í alheims geimi/guð í sjálfri(sjálfum) þér....

Re: Re: Re: Re: Fyrri líf!

í Dulspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Aldur skiptir engu og ekki heldur greind , enginn er merkilegri eða ómerkilegri en annar vegna meiri eða minni greindar eða/og aldurs……..

Re: Re: Fyrri líf!

í Dulspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég efast ekki um að þú ferð til himna þegar þú deyrð. Maður fer örugglega þangað sem maður vill… en þú segist ekki hafa verið til áður en þú fæddist, hvernig getur eitthvað (í þessu tilfelli þú) orðið til af engu?

Re: Miðpunktur alheimsins??!!

í Dulspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þú ert náttúrulega miðpunktur þíns alheims. Sumir segja að við ákveðum sjálf (jafnvel áður en við fæðumst hér) a.m.k. í aðalatriðum hvað gerist í lífinu, einmitt til að læra af því. Svo að samkvæmt þeirri kenningu er allt sem gerist í þínu lífi ,tengt þér,en gerist e.t.v. ekki eingöngu þínvegna aðrir geta stundum lært lika, það er hægt að slá margar flugur í einu höggi…..

Re: Ég elska þessa veröld!

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég er alveg sammála, fín grein, en mér finnst þú nú ekkert skrýtin… en himingeimurinn er fallegur …..

Re: Bara í Ameríku.....

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
´OTRÚLEGT!!!þetta er svipað og í 3. heimslöndum það sem fólk er enn brennt!!

Re: Re: Pæling..

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ef glas er tómt er ekkert í því. Ef ekkert er í glasi er það tómt.

Re: Re: Geimverur

í Geimvísindi fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það eru nú til margir sem hafa áhuga á skordýrum, hvað um alla skordýra og pöddufræðingana…..?

Re: Re: Re: Re: Trúir þú á þessa helv... dulspeki

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Nei , ekki þú kannski ,en það er spurning með ömmuna. að segja svona…….. þú ein(n) ræður hvort þú kálar þér eða ekki, örugglega ekki amman, svo getur margt breyst ,ef þú t.d. ákveður að losa þið við þessa “anda”….. svo segja sumir að það sé ekki allt ákveðið FYRIR okkur heldur AF okkur (e.t.v. áður en við fæðumst) (æðra sjálfið og það alltsaman…) en við getum alltaf skipt um skoðun og breytt ákvörðuninni….

Re: Re: Re: Trúir þú á þessa helv... dulspeki

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég hef svosem ekki hundsvit á þessu en sumir segja að það séu margir möguleikar ,þ,e, ef þú sérð inn í framtiðina , einhvern atburð,þá sé líklegt að hann gerist en ef þú velur annan möguleika þá breitist framtíðin, svo næst þegar þú ferð til spákonu gæti útkoman verið allt önnur ,en samt rétt miðað við núverandi aðstæður,þú bara breyttir útkomunni með þínu vali…. kannski þetta sé óskiljanlegt…..dálítið ruglingslegt e,t,v. möguleikar A ,B og C ef þú velur mögul.A gerist atburður 1 ef þú velur...

Re: Trúir þú á þessa helv... dulspeki

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það sem ræður því hvernig við högum okkur er við sjálf, við þurfum bara að vita hver við erum ,þekkja okkur sjálf, ætli það sé ekki það sem dulspekin snýst um….

Re: Heilun

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er svo misjafnt hvað fólk þroskast hratt , sumir eru e.t.v. ekki tilbúnir fyrr en 25-30 ára aðrir mikið fyrr,sumir ekki í þessu lífi…… , maður verður bara að finna það sjálfur, hvað finnst þér? Reiki er ágætis dæmi um heilun, það eru oft námskeið í því. Og þó maður fari á námskeið og kynni sér málið þarf maður ekki að nota þetta nema maður telji sig tilbúinn.

Re: Hvaða áhugamál viljið þið fá inn

í Hugi fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég vil endilega fá stað þar sem maður getur sagt sína skoðun á hinum ýmsu málum,(stundum þarf ég að fá útrás ef ég hef lesið einhverja fáránlega grein í blaði t.d.) ekki endilega sérstök áhugamál, bara ,,ýmislegt´´
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok