Ég veit ekki alveg hvar ég á setja þessar pælingar, mér fannst þær ekki passa í UFO svo ég setti þær bara hér. Mér finnst alheimurinn svo stórkostlegur og ólýsanlega fallegur, ég hef skoðað margar myndir af plánetum, stjörnuþokum, stjörnum, geimskýjum, loftsteinum, halastjörnum og þetta er svo fallegt, litirnir eru svo fallegir og þetta er svo óendanlega stórt og víðáttumikið að það er ekki til orð yfir það heldur. Ég hef frá því að ég var barn verið heilluð af himingeimnum. Stundum á kvöldin þá fór ég út þegar dimmt var orðið (ég ólst upp í sveit) og lagðist á jörðina og góndi upp í himininn, reyna sjá út stjörnumerkin, stjörnuhröp og gervihnetti. Það var æðislegt. Ég vildi að ég hefði gert meira af því. Ég sé fyrir mér að það væri gaman að vinna hjá Nasa eða einhverri þessháttar stofnun og glápa upp í óendanlegan alheiminn í leit að nýjum reikistjörnum eða stjörnuþokum, reyna að sjá lengra og lengra út í geim, ég væri líka til í að skreppa í geimferð og horfa á fallegu jörðina okkar í allri sinni dýrð. Það er ábyggilega ógleymanleg reynsla og jafnframt skrýtin. Ég held að maður gæti ekki litið á lífið í sama ljósi eftir það. Ég er viss um að það er stórkostleg tilfinning að finnast maður vera alheimurinn og að alheimurinn sé maður sjálfur. Við erum bara litlar ósýnilegar örður, á lítilli en fallegri reikistjörnu sem er stödd í einni af óteljandi stjörnuþokum í þessum alheimi og við erum ennþá að þeytast frá upphafspunkti Big Bang! á gríðarlegum hraða. Líf mitt og ykkar er ekki einu sinni sekúndubrot í þessum stórkostlega hamagangi veraldarinnar. Ég fyllist hreinlega lotningu þegar ég pæli í svona hlutum og það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessu öllu saman. Það hlýtur að vera einhver æðri máttur eða orka sem stjórnar þessu apparati öllu saman. Eitthvað ljós, ég hef oft pælt í því hvort guð sé til og ég trúi því að hann sé ljósið og hann er í öllu og allsstaðar. Hann er í mér og þér og allt í kring.
Svona er ég skrýtin og er stolt af því :)
——————————