Leikur: Ultima X: Odyssey Framleiðendur: Origin Tegund leiks: MMORPG Fyrir 6 árum var leikurinn Ultima Online gefinn út og var hann bylting í MMORPG þar sem hann var sá fyrsti af sinni tegund sem notaði grafík en ekki bara texta og ascii tákn eins og aðrir mmorpg leikir sem á undan höfðu komið. Leikurinn var mjög ávanabindandi og var frelsið nánast endalaust, þú gast gert nánast allt sem þú vildir, hvort sem það var að vinna í námum, og svo bræða málma sem þú fannst og selja þá eða búa til...