Mér var sagt að menn gætu ekki hafa verið hundur í fyrra lífi, vegna þess að þeir hafa ekki eins sál og við. Hvað haldið þið?
Mig grunar að þetta gæti verið satt, þegar ég horfi í augun á hundinum mínum, þá sé ég einhvernvegin eitthvað allt annað en í manni. Svo ef þið hugsið ykkur hvað við erum ólík. Maðurinn þykist stjórna heiminum, meðan hundurinn lætur sér það lynda að þjóna manninum og vera vinur hans. Hundar hafa auðvitað sín yfirráða svæði og svoleiðis, en samt ekki á sama hátt og maðurinn.
Getur svo einhver bent mér á góðan, alvöru miðil?