Væri ekki sniðugt, þar sem þessi þráður er nýkominn á legg, að við segðum hvernig hunda við eigum?
Sjálfur á ég hund sem er blendingur. Pabbi hans er hreinræktaður Border Collie(mjög fallegur og klár) og mamma hans er eitthvað bland í poka(ljúf enn helvíti feit og löt). Hann er 3 ára síðan í mars og er svartur á bakinu, með brúnar augabrýr og hvítan kvið með eina hvíta löpp.

Kveðja Rastafari