Ég fæ það stundum á tilfinninguna, að hlutirnir séu að gerast einungis vegna mín. Og þá er ég að meina eins og ég sé miðpunktur alheimsins og að allt sem gerist sé á einhvern hátt tengt mér. Ég veit að þetta hljómar einkennilega, en ég fæ stundum þessa tilfinningu. Td þegar eitthvað gerist, þá hugsa ég með mér að þetta hafi gerst til þess að sýna mér, eða kenna mér eitthvað. Oft finnst mér líka sem ég valdi hlutunum, og þetta hefur oft gerst, ef að ég hugsa eitthvað þá gerist eitthvað stuttu seinna. Gæti verið að ég sé göldrótt, eða tek ég hlutina bara svona mikið inná mig? Kanski er þetta bara ímyndun hjá mér, en svona er þetta allavegna stundum. Auðvitað veit ég að ég er ekki miðpunktur alheimsins, en mér dettur þetta stundum svona í hug vegna þess að það virðist einhvernveginn allt sem gerist tengjast mér á einhvern hátt. Fær eitthvert ykkar svona tilfinningu líka?