Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gomamiso
gomamiso Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
808 stig Sambandsstaða: Á lausu
Hefur áhuga á: Körlum
Vatn er gott

Skiptir útlit máli? (19 álit)

í Rómantík fyrir 12 árum, 1 mánuði
Well, ég er að stíga á soldið hættulegt svæði hérna en ákvað að láta reyna á það, því þetta er spurning sem allir eru voðalega mikið að pirra sig yfir. Mig langaði að gefa mína sýn á þessa spurningu. Skiptir útlit máli? Já, algerlega. En eins og með allt annað þá skiptir máli hvað felst í þessu orði, –>útlit<– Það sem ég komst að: Líkamstjáning Tal Hreinlæti Heilbrigði Áður en ég butchera þetta þá langar mig að benda á eitt. Ef það er eitthvað sem allir eiga skilið, þá er það að byrja á...

Pælingar um sambönd (26 álit)

í Rómantík fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Ég er ákvað að skrifa nokkrar hugsanir um ýmislegt sem fór í gegnum hausinn á mér í dag. Þið kannski kannist við eitthvað af þessu. Endilega deilið ykkar eigin. En, undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér samböndum. Af hverju?… Vegna þess að seinustu mánuði er ég búin að vera að frétta af óhamingjusömum samböndum vinkvenna minna og vina. Á aðeins einum mánuði eru tvær vinkonur mínar hættar í sambandi, eftir 3-4 ár. Tveir af vinum mínum eru AFTUR komnir í samband eftir aðeins mánaðar hlé...

Harry Potter vs. Harry Potter-stækkunargleraugun mín (99 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Nú eru mér allar bjargir bannaðar… Fór á bíómyndina nú í kvöld, þann 11.júlí, klukkan 20:00 og var nú ekki með miklar væntingar eða litlar. Ég var að sjálfsögu spennt fyrir því sem David Yates myndi (vonandi ) gera fyrir myndina og veifa burt öllum áhyggjum sem upp höfðu safnast í maganum á mér. Þar sem ég var bæði spennt og kvíðin fyrir að sjá útkomuna þá var mjög erfitt að bíða eftir myndinni, í von og óvon. En loksins í kvöld sá ég hvernig myndin hefði heppnast í gegnum múrþykku Harry...

Loka baráttan í töfraheiminum (45 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já maður verður að hafa dramatískt nafn á svona dramatískum tíma. Þið vitið væntanlega öll að það styttist óðum í seinustu HP bókina, sem við bíðum jú í ofvæni eftir og yfir okkur spennt. En þetta líður allt undir lok fyrr eða síðar. Oftar en ekki höfuð við deilt hugsunum okkar og pælingum hér á huga í kringum þennan töfraheim sem Rowling elskan var svo æðisleg að sýna okkur. Allur þessi heimur sem við höfum lesið og velt okkur upp úr í rúm 9 ár… Já pælið í því! 9 ÁR! (Mér finnst eins og ég...

Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer, SPOILER (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
jahá, ég fór á þessa mynd í SmáraLúxus, sem var örlítil tilbreyting frá þessum venjulegu bíósætum, með föður mínum og unnusta. Þar sem við ætluðum sko ekki að vera sein og missa af góðum sætum þá komum við klukkutíma fyrir sýningu. Við vorum auðvitað afar hissa þegar við komum og sáum ekki eina einustu hræðu fyrr en korter fyrir sýningu… greinilega mynd sem höfðar ekki til allra, en við fengum þó góð sæti. Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer Rétt áður en ég byrja á smá critic á henni...

Skálar reiðinnar... (16 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég vissi ekki alveg hvert ég átti að láta þetta en ég vona að þetta komist til skila. Mig langar til þess að hella úr skálum reiði minnar gagnvart ákveðnu fólki hér á Íslandi í dag, ungu sem öldnu. Það gerðist í dag að bróðir minn var að ganga út úr húsi þegar nágranni okkar hittir hann á leiðinni að bílnum. Hann er með son sinn (varla 9 ára) með sér. Þegar bróðir minn labbar framhjá þá segir strákurinn við hann “Bjarki stórfótur” og flissar. Málið er að bróðir minn er spastískur á löppum og...

Stjórnmáladót í Harry Potter (50 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég var að velta fyrir mér stjórnmál í Harry Potter. Fékk þessa flugu í hausinn þegar ég sá kork hérna um þetta fyrir svolitlu. Ég vil viðurkenna það að ég er engin séni í stjórnmálum, en mér finnst alveg svakalega einkennileg þessi stjórnmál í Harry Potter. Við kynntumst fyrst almennilegum stjórnmálum í 6 bókinni þar sem okkur var sagt frá galdramálaráðherranum tala við forsetisráðherra Bandaríkjanna. (afsakið innilega ef þetta er ekki rétt, er því miður ekki með bókina). Í fjórðu bókinni...

Leikara gangrýni... (126 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Smá svona gagnrýni á hlutverk leikarana … bara svona til þess að stytta stundir. Ég verð að byrja á því að tala um hin frægu höfuðföt á þessum ó svo hallærislegu Drápurum. Mikið svakalega var þetta mikið Ku-Klux-Klan hattar EKKI að gera sig, eins og ég hef nefnt hér áður í korki. Svo ég tali nú ekki um grímurnar sem þeir voru með og það fáránlega atriði þegar Voldemort á einhvern hátt tekur/brennir/mylur/brýtir þær af þeim. Ef ég hefði verið Harry, mikið hefði ég þá hlegið. Ku-Klux-Klan á að...

Ósk um að verða kona... (12 álit)

í Húmor fyrir 19 árum
Bænin: Maður einn lá á bæn eitt kvöldið og bað heitt og innilega til Guðs: “Kæri Guð, ég er trúfast lamb þitt! Ég er orðinn svo þreyttur á þessari endalausu vinnu og vildi óska þess eins að ég gæti skipt við konuna mína!!! Konur þurfa ekkert að gera nema dunda sér heima og snýta börnunum af og til!! Gerðu það, kæri Guð, leyfðu mér að skipta!!!” Maðurinn var góður og kristinn maður sem bað Guð ekki oft bóna líka þessari. Það kom honum því ekki á óvart þegar ann vaknaði fyrir allar aldir...

Dumbledore og Grindelwald (21 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég veit ekki hvort þið munið eftir þessum manni í bókunum eða að það er þegar búið að tala um hann einhverstaðar hér. Ég rakst á hann allavega fyrir tilviljun um daginn þegar ég var að lesa Harry Potter og viskusteinin fyrir litlu systir mína, og fannst hann svona ágætlega áhugaverður. Harry er að leita að Nicolas Flamel og finnur hann síðan aftan á súkkulaðifroska kortinu stendur þetta: "Dumbledore er einkum og sér í lagi þekktur fyrir að hafa sigrað galdramann myrku aflanna, Grindelwald,...

°Harry Potter og Fanginn frá Azkaban° (35 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Jæja, þá er búið að skella sér á myndina og troðið sig út af sælgæti og gosi, spennan fer dvínandi en Harry Potter fer ekki fet. Já, það má nú eiginlega segja það að eftir þessa mynd þá mun ég ekki víkja frá kvikmyndunum um Harry Potter ef þær halda þessu striki áfram. En svo ég fari nú ekki að þvaðra um allt milli himins og jarðar þá ætla ég að segja mitt álit á myndinni og það án tillits til bókarinnar. Fimm dögum fyrir myndina var miðinn keyptur án nokkurra undantekninga og dagarnir liðu...

Draugarnir í galdraheiminum (29 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það eru fleirri hundruð draugar til í galdraheiminum, ljótir, feitir, stuttir, langir, skeggjaðir, blóðugir og allavega. Hogwarts fær þann mikla heiður að hýsa nokkra af þeim, og hefur gert það í margar aldir. Fjórir af þeim draugum tilheyra sitthvorri heimavistinni í skólanum eins og við flest vitum. Fyrst er það Feiti Ábótinn, klæddur pípukraga og sokkabuxum og tilheyrir Hufflepuff. Blóðugi Baróninn, engin veit hvernig hann fékk allt blóðið á sig, hann er draugur Slytherin...

mömmurnar og dæturnar (4 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 5 mánuðum
2 á ensku: A psychiatrist was conducting a group therapy session with four young mothers and their small children. “You all have obsessions,” he observed. To the first mother, Mary, he said, “You are obsessed with eating. You've even named your daughter Candy”. He turned to the second Mom, Ann: “Your obsession is with money. Again, it manifests itself in your child's name, Penny”. He turns to the third Mom, Joyce: “Your obsession is alcohol. This too manifests itself in your child's name,...

Sean Connery fer á íslenskt leikrit í Lundúnum. (11 álit)

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Getiði bara hvað ég sá í mogganum í dag (og eflasut fleirri) Hefur ekki hann Sean Connery skellt sér á íslenskt leikrit út í London. Þetta er leikhópurinn frá Vesturport á íslandi og setti upp leikritið Rómeó og Júlía í Borgarleikhúsinu. Hópurinn var búinn að sýna um 60 sýningar þegar hann fékk frábært tilboð til að leika úti í London í Young-Vic leikhúsinu. Auðvitað var skellt sér út og byrjað að æfa á ensku af fullum krafti. Og svo ekki sé minnst á það að þetta er í fyrsta skipti sem...

YESSS!!! (15 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það hafa örugglega flestir hér farið og beðið fyrir framan bókabúðir í nótt.(eða á föstudaginn) Mig langaði bara að segja söguna af því hvernig ég fékk mína bók..ekkert ofsalega spennandi, en það væri gaman að fá að sjá hvort að það séu einhverjir sem hafa skemmtilega sögu að segja um innkaupin ;) Pabbi minn er aðdáendi HP (ég að sjálfsögðu líka) svo hann ákvað það á laugardaginn að skella sér á hjólið og hjóla niður í bæ. Hann vissi ekkert af því að HP væri að fara að seljast svo á leiðinni...

Tölvu vitleysingar (ensku) II (8 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 10 mánuðum
The World Wide Web Hér eru allskonar vitleysingar sem vita bókstaflega ekkert um netið: I used to do tech support for a company that made computer accessories and video game accessories. We had a pay-for-access web site for one of our products. The site was full of special codes and cheats. One day, a customer called, asking how to access the site. Tech Support: "Well, just go to .“ Customer: ”How do I do that?“ Tech Support: ”Type it in in your web browser.“ Customer: ”Huh?“ Tech Support:...

Tölvu vitleysingar (á ensku) (3 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 10 mánuðum
PRENTARA VITLEYSINGAR: Customer: “I tried to print but the computer can't find the printer. Come over and fix it, NOW!!!” Tech Support: “Is it turned on?” Silence. Customer: “It's turned on NOW, but it still doesn't print.” Tech Support: “Did you let it warm up?” Silence. Customer: “It seems to be working now. I guess you don't have to come over.” —————————————————– ————- Yesterday a well-known customer with frequent printer problems called me, saying: “It won't print anymore, just as...

Gamlir2..... (7 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Er að hreynsa til í brandarahorninu mínu…. Maður nokkur var staddur á flugvelli í Indianapilos og var að spyrja um flug til Chicago. Flugafgreiðslumaðurinn sagði:“Það fer vél klukkan 13:00 frá Indianapolis og lendir í Chicago klukkan 13:01.” Viðskiptavinurinn áttaði sig greinilega ekki á að milli þessara borga er einnar klukkustundar tíma munur og bað afgreiðslumanninn um að endurtaka þetta. Afgreiðslumaðurinn gerði það og spurði:“Viltu að ég taki frá sæti fyrir þig?” “nei, þakka þér...

Gamalt..... (10 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Margit og mikið. Einu sinni voru Bílddælingar og Patreksfirðingar í stríði. Þeir voru sitthvorum megin við hæð og hvorugur vildi fara fyrst yfir. Þá föttuðu Bílddælingar uppá góðu ráði, af því að það voru svo margir Ólafar á Patreksfirði þá kölluðu þeir “Ólafur!” og allir Ólafar á Patreksfirði risu þá upp “hvað?…” og Bílddælingar drituðu þá niður. Þá ákváðu Patreksfirðingar að nota sama ráð og kölluðum Jón því það voru svo margir Jónar á Bílddal þá svöruðu Bíldælingar “hver kallar?”...

Anima Wolf 5 (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“Anima…….Anima” Anima lokaði augunum fastar og reyndi að sofna aftur. En það var einhver sem var að hrista hana og togaði í hana. “hættu mamma. Ég er að sofa.” Sagði hún önug. Það heyrðist niðurbældur hlátur og svo var dregið af henni sængina. “Anima, ég er ekki mamma þín. Opnaðu augun, við þurfum að drífa okkur. Við höfum ekki allann daginn.” Anima opnaði augun með trega og sá beint framan í augun á Woodey sem brosti upp undir augu. “komdu. Við skulum vekja strákana. Þú þarft líka að fara...

Anima Wolf 4 (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta er dálítið langt, en greinaskilin í sögunni minni ætluðu aldrei að koma :) é gsegji það bara hreynt út að það er dálítill væmin hluti þarna…ehem….4.kafli Anima fann fyrir kulda. Hvað hafði hún verið þarna lengi? Marga tíma? Henni fannst eins og heimurinn hefði flýtt sér aðeins of mikið. Hægt og rólega leit hún í kringum sig, en passaði sig þó að líta ekki niður, og nuddaði handlegginn ósjálfrátt. Hann var allur dofinn og aumur. Hún fitaði sig áfram í myrkrinu eins og blint barn þar til...

Breytingar! (15 álit)

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ok, ég tek það framm að ég er ekki mjög mikill aðdáendi Buffy, en mér hefur alltaf þótt gaman að henni. Góðir þættir…að minnsta kosti fyrsta fannst mér. Fín stelpa sem leikur hana, prófessorinn og vini hennar og allt það. En það sem hefur virkilega farið í mig eru breytingarnar á vampírunum þegar að þær eru að berjast eða eitthvað annað. Mér finnst það svo ljótt, þið afsakið mig en einhvernveginn þá heillar þetta mig alls ekki. Ég er eiginlega hætt að horfa á Buffy, þættirnir eru en þá fínir...

Anima Wolf 3 (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“AAAAAAAAAAAA!!!” lögreglustjórinn kom hlaupandi að mönnum sínum eins og vitfyrringur en stansaði ekki fyrr en hann var kominn hálfvegis út úr hópnum og þar féll hann niður á grúf og barði í jörðina. Allir litu furðulostnir á hann. Hvað í ósköpunum hafði komið fyrir. Hafði hann séð draug? “eee…stjóri” sagði einn lögreglumannanna og ýtti varlega við honum eins og hann byggist við því að hann biti fótinn af sér. Stjórinn stóð upp, og var en móður og eldrauður í framan, og horfði á öll þessi 3...

Anima Wolf 2 (3 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Klukkurnar slóu 11 slög og Anima var en niðri í bæ, í líki hunds vegna kattana. Henni langaði ekki að hitta kött á næturlagi frekar en draug. Hún hafði ekki verið að hugsa um annað en hvort hún ætti að fara heim en svarið varð alltaf það sama. Hún gat ekki farið heim. Það var eitthvað innra með henni sem studdi þann kost að vera á vappi í bænum heldur en að vera heima. En hún vildi samt vera heima, þótt hugsanir hennar voru ósamála því. Hún fór aftur niður á torgið í garðinum. Hann var...

Anima Wolf (6 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta gerði ég fyrir 3 árum, fyrsti tveir kaflar af sögu sem ég gerði. hún er samanlagt 40 bls en ég vildi ekki senda hana alla inn. Þetta er fyrsta skipti sem ég sendi inn sögu og hef ekki hugmynd um hvernig verður tekið á móti henni. En annars þá vona ég að það sé eitthvað fútt í þessum tveim köflum… Anima Wolf. 14 ára, afskaplega alvarleg og neikvæður unglingur sem horfði aldrei á góðu hliðarnar. Það var ekki til það andartak sem hún sá eitthvað gott við fólk, og hvað þá hana sjálfa....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok