Ok, ég tek það framm að ég er ekki mjög mikill aðdáendi Buffy, en mér hefur alltaf þótt gaman að henni. Góðir þættir…að minnsta kosti fyrsta fannst mér.
Fín stelpa sem leikur hana, prófessorinn og vini hennar og allt það. En það sem hefur virkilega farið í mig eru breytingarnar á vampírunum þegar að þær eru að berjast eða eitthvað annað.
Mér finnst það svo ljótt, þið afsakið mig en einhvernveginn þá heillar þetta mig alls ekki.
Ég er eiginlega hætt að horfa á Buffy, þættirnir eru en þá fínir en þetta fer rosalega í mig…. kannski er ég smámunasöm, gæti verið en það væri nú fallegra að hafa vampíruna eins og hún væri… þegar að hún var búin til, bitin og allt það ferli.
En auðvitað er Buffy þættirnir einstakir á sinn hátt, ég get ekki breytt því.
Langaði bara að segja frá þessu..
Vatn er gott