Getiði bara hvað ég sá í mogganum í dag (og eflasut fleirri)
Hefur ekki hann Sean Connery skellt sér á íslenskt leikrit út í London.
Þetta er leikhópurinn frá Vesturport á íslandi og setti upp leikritið Rómeó og Júlía í Borgarleikhúsinu.
Hópurinn var búinn að sýna um 60 sýningar þegar hann fékk frábært tilboð til að leika úti í London í Young-Vic leikhúsinu. Auðvitað var skellt sér út og byrjað að æfa á ensku af fullum krafti.
Og svo ekki sé minnst á það að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir leikarar sýna íslenska uppfærslu á leikriti í stórleikhúsum í London.
Allt virðist hafa gengið vel en það kom upp einhver vandamál í sambandi við vírana sem heldur leikurunum á lofti, öryggisráðgjafarnir voru eitthvað ósáttir við íslenska kerfið og vildu hafa vírana öruggari. En það var komist að samkomulagi með þetta og sýningarnar byrjuðu.
Sýningin er Mjög skemmtileg, leikararnir alveg frábærir ( og ekki amalegt að Rómeó og Júlía eru í alvöru saman ;).
Sean Connery sagði sjálfur að þetta hafi verið mjög skemmtilegt “Þetta er kannski ekki Shakespeare eins og maður á að venjast, en þetta er Shakespeare eins og hann á að vera,”.-mbl
Og ég verð að segja það að það er ekki amalegt að fá svona dóma hjá Sean Connery.
Forsetfrúin okkar var þarna líka og sagði að hún hafi skemmt sér rækilega “Þetta var mjög skemmtileg sýning, ég naut hennar mjög vel. Hún var eiginlega hreint út sagt frábær og við skemmtum okkur frábærlega.”-mbl
Eftir sýninguna ræddi Sean Connery við aðstandendur hennar og svo var skellt sér út að borða með Rómeó og Júlíu (Gísli Örn Garðarson og Nína Dögg Filippusdóttir), Dorrit forsetafrú, Björgólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslumanni sem styrkir uppfærsluna og eiginkonu hans, Kristínu Ólafsdóttur sem er annar framleiðanda sýningarinnar.

Aðrir leikarar í leikritinu eru Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Víkingur Kristjánsson, Árni Pétur Guðjónsson, Ingvar Sigurðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Erlendur Eiríksson, Jóhannes Níels Sigurðsson, Kristján Ársælsson og Tómas Aron.

Og svona til viðauka þá tók ég mest af þessu af mbl, skellið ykkur þangað til að lesa meir um þetta.

P.S. ég veit að þetta er ósköp lítið um Sean Connery en ég hafði bara ekki hugmynd um hvar ég átti að láta þetta.
Vatn er gott