Það hafa örugglega flestir hér farið og beðið fyrir framan bókabúðir í nótt.(eða á föstudaginn)
Mig langaði bara að segja söguna af því hvernig ég fékk mína bók..ekkert ofsalega spennandi, en það væri gaman að fá að sjá hvort að það séu einhverjir sem hafa skemmtilega sögu að segja um innkaupin ;)
Pabbi minn er aðdáendi HP (ég að sjálfsögðu líka) svo hann ákvað það á laugardaginn að skella sér á hjólið og hjóla niður í bæ. Hann vissi ekkert af því að HP væri að fara að seljast svo á leiðinni hitti hann hóp fólks bíðandi fyrir framan eina bókabúðina…hann labbaði upp að einum manninum og spurði:
“Jæja, jæja, hvað er verið að gerast hér?”
“Hér?…Harry Potter er komin..”
“jájá…..ha?..Harry Potter?”
“já, verslunin opnar eftir korter.”
pabbi leitaði hiklaust að veskinu sínu (sem betur fer!) og fann það svo hann skellti sér í röðina og beið.
Svo þegar að röðin var farin að lengjast þá fór hann aðeins að hugsa…Hvað átti hann að gera við hjólið?
hann var í miðri röðinni, og leit svona í kringum sig og spurði manninn fyrir aftan sig hvort að hann gæti nú ekki passað fyrir sig plássið..jújú, hann gerði það.
Svo kom pabbi aftur til baka og til í slaginn þegar hann sá að klukkan var að verða…
hann skellti sér í röðina og beið í svona fimm mínútur…svo styttist röðin og hann sá að það voru nú ekki margar bækur eftir í búðinni, en hann ætlaði sko að ekki að gefast upp.Allt í einu sá hann vinkonu sína sem kom labbandi í rólegheitum niður veginn með HP bók í pokanum sínum. Pabbi kallaði á hana og hún kom til hans og sagði:
“veistu það eru fleirri bækur eftir hérna niður frá þaðan sem ég kom”
Greyið pabbi var nú á báðum áttum…átti hann að fara úr röðinni og í hina búðina eða bíða hér og eiga litlar líkur á því að ná bók?
Hann valdi litlu líkurnar og kvaddi vinkonu sína.
en allt í einu heyrðist í manni kalla
“á einhver pantaðar bækur?…komið þá hérna fremst!!”(man ekki orðrétt)
Pabbi glápti á manninn, gjörsamlega sannfærður um það að hann væri að grínast, sem hann var ekki.
Á meðan að pápi var að fussa og sveia, kom þá ekki frænka hans brosandi út af eyrum labbandi til hans
“blessaður Biggi, er bara verið að bíða í röðinni..?”
“jújú..”
“já, ja ég á nú pantaða bók, er farin að ná í hana.”
svo labbaði hún inn alveg brosandi út að eyrum.
Aumingja pabbi sá bækurnar fjúka af hillunum og bjóst ekki við að fá eitt einasta eintak…EN VITIR MENN!
Hann pápi náði sér í þriðju seinustu bókina í búðinni ;)
Svo þegar að ég vaknaði í morgun, beið þá ekki bókin fyrir framan hurðina mína, hef ekki lagt hana frá mér síðan.
Auðvitað fékk hann pabbi stórt knús fyrir vikið :D
Vatn er gott