°Harry Potter og Fanginn frá Azkaban° Jæja, þá er búið að skella sér á myndina og troðið sig út af sælgæti og gosi, spennan fer dvínandi en Harry Potter fer ekki fet.
Já, það má nú eiginlega segja það að eftir þessa mynd þá mun ég ekki víkja frá kvikmyndunum um Harry Potter ef þær halda þessu striki áfram.
En svo ég fari nú ekki að þvaðra um allt milli himins og jarðar þá ætla ég að segja mitt álit á myndinni og það án tillits til bókarinnar.

Fimm dögum fyrir myndina var miðinn keyptur án nokkurra undantekninga og dagarnir liðu hjá. LOKSINS, LOKSINS var dagurinn runninn upp sem beðið hafi verið eftir frá upphafi fyrstu bókarinnar.
Harry Potter og Fanginn frá Azkaban.
Inn í bíóið var farið, spennan ætlaði engan endi að taka og hjúfraði sig í maganum á mér. Loksins var þá komið af því, Harry Potter númer ÞRJÚ! var komin í kvikmyndahúsin og ÉG á leiðinni að sjá hana ásamt þúsundum annarra.
Klukkan korter í átta var hlaupið beint inn í salinn til að finna sæti eins mikið í miðjunni og hægt væri og síðan var slakað á í rólegheitum. Auglýsingarnar lýstu á tjaldinu og ætluðu bókstaflega aldrei að enda. Klukkan tvær mínútur yfir átta var farið að síga dálítið í mann,og spenningurinn var óbærilegur.
Hvernig lýtur Sirius Black út? Hvernig verðu Lupin? En Tom?…hvað með Dumbledore? Hvernig verður sagan? Verður hún mikið breytt? Verður hún léleg eða góð?..
Spurningunum varð ég að fá svar við og beið því eins róleg og ég gat, drekkandi vatnið mitt og snúandi rörinu á milli fingrana á mér.
Fólk tróð sér í sætin sín, (“Afsakið, fyrirgefðu…úps, sorry…nenniru nokkuð aðeins….ha?..”) og klukkan sló tíu mínútur yfir átta þegar myndin rúllaði sitt fegursta á tjaldinu.

Myndin byrjar þegar Harry situr á rúminu sínu að reyna að læra undir sænginni. “Lumos” endurtekur hann hvað eftir annað og ljósið kemur og fer. Skyndilega kemur Vernon inn og Harry flýtir sér að leggjast niður og þykjast sofa. Frændinn virðist ekki hafa tekið eftir neinu og fer út og lokar á eftir sér. Harry smeygir sér aftur undir lakið og byrjar aftur að endurtaka “Lumos” og skyndilega lýsist herbergið upp og við förum á flakk út um gluggan þar sem stafir mynda HARRY POTTER AND THE PRISONER OF AZKABAN svífandi í skínandi ljósinu.
Þarna hoppaði maginn á mér upp í háls :D
Ég var mjög ánægð með byrjunina, mjög vel gerð og skemmtileg verð ég að segja. Hún byrjaði öðruvísi en flestar myndir gera, það vakti áhuga minn til muna og ég verð að segja það hér og nú að Harry Potter og fanginn frá Azkaban finnst mér ein af hugmyndaríkustu myndum sem ég hef séð.
En svo ég fari nú ekki að týna mér í þessu ætla ég að byrja á að segja frá myndinni í heild sinni.
Það fyrsta sem ég tók eftir í HP3 var klippingin og upptakan. Ég held ég hafi aldrei séð jafn raunverulega gerða mynd á ævinni. Hún heillaði mig rosalega í alla kannta. Það voru engin takmörk fyrir því hvernig myndavélin var notuð og alltaf voru nýjar og nýjar aðferðir dregnar upp á yfirborðið með snilldar hætti. Augun á mér galopnuðust gjörsamlega í hvert skipti af undrun.
Leikmunirnir voru yndislegir :D, kertin í mynd sem hryggjasúlur!! það er eitthvað sem ég myndi vilja kaupa! en ég verð að játa það að mér fannst kústurinn nú ekkert spes á líta og því spyr ég, hvaða brúna var þetta á kústinum þar sem knaparnir eru vanir að setjast? og hvaða hausar voru þetta í the Knightbus/Riddaravagninum?
en maður færi nú ekki að neita einu eintaki af honum út af útlitinu ef hann væri eins snöggur og hann var.
Leikararnir voru eins og alltaf góðir. Það var engin lélegur leikari, Daniel RAddcliff var ágætur en honum veitti ekki af að kíkja í leiklistarskóla til að bæta sig aðeins. Emma Hudson hefur bætt sig til muna verð ég að segja, mun betri en hún var fyrir tveimur árum, mikil sannfæring í hennar persónu en Daniels. Rubert Grint hefur einnig bætt sig, ég dáðist að persónu hans miklu meir en ég gerði í hinum tveimur myndunum. Gary Oldman/Sirius var nokkuð nettur og Emma Thompson/Trelawney var stórfurðulega leikin sem hæfði henni vel!
Ég var hæstánægð þó með nýja Dumbledore, mjög skemmtilegur leikari, og án efa fannst mér hann gæða Dumbledore meira líf en hinn gerði.
Graffíkin, tæknibrellurnar voru outstanding! minntu mig örlítið á The Day After Tomorrow á tímabili (sem er alls ekki slæmt!). Skemmtilegar hugmyndir með tréð og árstíðaskiptin, mjög vel gert. Varúlfurinn var öðruvísi en maður hélt, en samt fannst mér hann ekkert of ógeðslegur eða asnalegur sem oft vill verða í kvikmyndum sem innihalda varúlfa. Margir verða loðnir í framan og enn í mannsmynd sem hefur aldrei gert sig í neinni mynd og það var loks að fólk fór aðeins að pæla í því (s.s. Underworld).
Svo við vindum okkur aðeins að Grágoggi, sem var nú eitt flottasta dýrið í myndinni, sætasta. Hverjir stóðu eiginlega á bak við gerð hans? Hann var ekkert smá raunverulegur í alla kannta, á flugi sem á jörðu niðri. Mig langaði hreynlega að klappa honum.
En það var eitt sem kom mér mest á óvart og það var að vitsugurnar flugu, en það kom mér enn meir á óvart að það var alls ekkert asnalegt! það var scary á tímabili! Hætti bókstaflega að anda þegar þær eltu Harry.
Og að sjálfsögðu voru brandarar í myndinni. Það skemmtilega við þá var hvað Harry fékk að segja marga miðað við hinar myndirnar, og Hermione. Hló og hló af hverjum einum og einasta hjá þeim. Þó var Ron með þá flesta og aldrei klikkaði hann í þeim og kom þeim vel til skila. (ásamt Eikinni Armlöngu)
En af öllu þessu góða kemur alltaf eitthvað slæmt.
Tónlistin í myndinni var ekki upp á marga fiska og mér fannst stórfurðulegt hvernig hljóðin dóu út í mestu hasaratriðunum (D:þegar Harry koma að vatninu og Dementorarnir/vitsugurnar voru að ráðast á hann og Sirius). Maður beið eftir því að tónlistin ykist og sendi ískaldan hroll upp bakið á manni sem létu hárin rísa, en það kom aldrei. Í stað þessa stoppaði skyndilega tónlistin og varð rólegri og mýkri eftir trommur og fiðlur í sínu besta formi. Það kom einnig fyrir að tónlistin var of sýnilega í mörgum atriðum að maður fór að hætta að horfa á myndina heldur hlusta á tónlistina og bíða eftir rétta taktinum sem kippti manni til.

Mörg af þessum dramatísku atriðum í myndinni voru ekki alveg að gera sig að mínu mati. Ég er alls ekkert hörð manneskja en þessi atriði heilluðu mig eiginlega ekki neitt. Ég fann hvorki til með þeim eða samhryggðist þegar þau sáu þetta með Grágogg. Ég gretti mig bara til að brosa ekki í kampinn því ég dái þessar bækur og vil alls ekki gera grín að þeim. Já ég er alvarleg manneskja.
'Ástarævintýri' Hermione og Ron fannst mér nú ekki alveg passlegt (ef við skoðum bókina) en sem mynd þá var það þrælskemmtilegt ;) það verð ég að viðurkenna.
Það var margt í myndinni sem ég hefði viljað sjá meira af en fátt mátti vanta, bestu atriðin voru ekki einungis tekin og látin inn í heldur voru þau skreytt með aukabröndurum og mörgum góðum aukatriðum. Eitt og eitt atriði hefði ég vilað sjá endan á, í stað þess að vera klippt og tengt í eitthvað annað. En hugmyndin var góð fyrir það. Þráður myndarinnar náði alveg frá byrjun til enda í góðum gír og margt að ske (Skil ekki það fólk sem sagði að það hafi lítið verið að gerast í henni nema rétt í lokin.)
Eitt að lokum. Í myndinni fannst mér ekki tekið mikið tillit til þeirra sem hafa ekki lesið bækurnar. Atburðarásin var dálítið hröð (kannski er það bara útaf því að maður hefur lesið bókina svo oft og finnst rosa margt vanta.) margt gerðist í einu og ég efast um að flestir hafi botnað fullkomlega í henni.
En sem Stór Bókaormur ætla ég ekkert að fara vinda mér út í þá sálma.

Jæja, ég vona aðþetta hafi verið eitthvað áhugaverðlestning og ég endurtek að þetta er einungis MITT álit og þið megið fús gagnrýna það og segja ykkar álit.
Það eru allir með sinn smekk :D
Vatn er gott