Ég var að velta fyrir mér stjórnmál í Harry Potter.
Fékk þessa flugu í hausinn þegar ég sá kork hérna um þetta fyrir svolitlu.

Ég vil viðurkenna það að ég er engin séni í stjórnmálum, en mér finnst alveg svakalega einkennileg þessi stjórnmál í Harry Potter.
Við kynntumst fyrst almennilegum stjórnmálum í 6 bókinni þar sem okkur var sagt frá galdramálaráðherranum tala við forsetisráðherra Bandaríkjanna. (afsakið innilega ef þetta er ekki rétt, er því miður ekki með bókina).
Í fjórðu bókinni kom fram franskur skóli sem sannaði það að galdrasamfélagið væri mun stærra en manni grunaði. Þá komu allar þessar flækjur í sambandi við stjórnmál.
Þá vil ég benda á Hvíta húsið. Það að Hvíta Húsið skuli koma fyrir í HP þegar þetta á nú að gerast í Bretlandi er mjög einkennilegt. Eru Bandaríkin svona alþjóða galdramála miðstöð?
Af hverju fór ekki Fudge til Bresku konungsfjölskyldunar? Vita þau eitthvað um þetta?
Veit einhver annar pólítíkus um þetta galdrasamfélag en bara forsetisráðherra Bandaríkjana? Hvað með okkar forseta (svo ég geri þetta svolítið flókið), kanslari Þýskalands, konungsfjölskylda Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, Rússlands?

Það gæti hugsanlega verið að Ameríka og Bretland séu með sama Galdraheim til þess að deila, þ.e.a.s. þar sem Diagon Alley er niðurkomin. Og ef til vill eru fleirri lönd innan þessa hrings. (þau sem ég var að nefna)

Á hinn boginn gæti hvert land verið með sitt eigið kerfi, sinn eigin heim og reglur um galdrasamfélag. En það er náttúrulega stór spurning sem við getum alls ekki svarað.

Svo eru það skólarnir. Við getum dregið þá ályktun af Hogwarts skóla sem er búin að vera starfandi í mörg hundruð ár, sem er vitni um skólakerfi fyrir krist.
Það sem við vitum hins vegar með vissu er að Frakkarnir voru með galdraskóla ásamt Þýskalandi. (Viktor Krum er víst þjóðverji (svo ég viti) og hann er í skóla).
Þá er það Bretland, Frakkland og Þýskaland sem við vitum að einhver galdrasamfélög eru að finna.
En fara þeir krakkar 11 ára í skóla eins og í Bretlandi?
Ef við förum aftur í tíman þá var skólakerfi allt öðruvísi fyrir mörgum öldum. Fólk byrjaði ekki í skóla við 6 ára aldur eins og nú, þannig að hugsanlegt er að tíminn hafi þróað af sér hin ýmsu skólakerfi í ýmsum löndum.

Í sumum löndum er jú þessi skipting í skólakerfinu, Bretland, Svíþjóð (að mig minnir)ameríku og eflaust fleirri.
En hvað með alla hina? Erum við til dæmis 4-5 árum á eftir öllum hinum þar sem okkar skólakerfi er ekki eins?
Mikið svakalega erum við þá eitthvað sein ef við skiptum um skóla 16 ára.

Ég rann á eina góða spurningu inn á einum korkinum. Hvernig geta krakkar allt í einu skipt um skóla við 11 ára aldur án þess að nokkur taki eftir því?

Líklega eru þetta allt saman galdrar. Hvernig öðruvísi er hægt að útskýra það svosem :O/

En þetta eru svona pælingar sem endalaust er hægt að pæla í. En þetta kemur vonandi upp einhverri umræðu, þar sem ég man ekki eftir neinni grein um þetta efni :O/

Endilega komið með pælingar…
Vatn er gott