Er að hreynsa til í brandarahorninu mínu….

Maður nokkur var staddur á flugvelli í Indianapilos og var að spyrja um flug til Chicago. Flugafgreiðslumaðurinn sagði:“Það fer vél klukkan 13:00 frá Indianapolis og lendir í Chicago klukkan 13:01.”
Viðskiptavinurinn áttaði sig greinilega ekki á að milli þessara borga er einnar klukkustundar tíma munur og bað afgreiðslumanninn um að endurtaka þetta.
Afgreiðslumaðurinn gerði það og spurði:“Viltu að ég taki frá sæti fyrir þig?”
“nei, þakka þér fyrir.”svaraði maðurinn “En ég er að hugsa um að fylgjast með tækinu fara á loft.”


Frí Hansen fer til spákonu og fær að vita að maðurinn hennar verði myrtur. Frúnni bregður í brún og spyr:“Verð ég dæmd?”


Þegar Jónas var kominn á efri ár ætlaði hann að gifta sig í annað sinn. Hann hafði áhyggjur af því að þetta gæti gert honum einhvern miska, og því fór hann til læknis síns og spurði hann ráða.
“Hvað ertu orðinn gamall, Jónas minn?” spurði læknirinn.
“65 ára,” segir hann. “Hvaða ráðleggingar geturðu gefið mér, læknir?”
“Eina heilræðið sem ég get gefið þér, ” sagði læknirinn, “er að fá inn leigjanda.” Með það fór Jónas aftur heim.
Fimm mánuðum seinna hittust þeir aftur, Jónas og læknirinn.
“Sæll Jónas, hvernig hefur konan þín það?”
“O, jú, þakka þér fyrir,” Sagði Jónas, “ Hún er nú orðin ólétt.”
“Jæja,” sagði læknirinn, “ er það, já Ég skil! En leigjandinn?”
“Jú, þakka þér fyrir, hún er ólétt líka.”


Jónas var nýdáinn og Magga var að segja vinkonu sinni frá því hvað hann Jónas hefði nú verið góður maður.
“Jónas hugsaði fyrir öllu,” sagði Magga.“Rétt áður en hann dó kallaði hann mig að sjúkrabeðinu og rétti mér þrjú umslög, ‘Magga’ sagði hann' ég er búinn að setja mínar hinstu óskir í þessi umslög. Opnaðu þau eftir að ég er allur og gerðu nákvæmlega eins og ég hef fyrir lagt. Þá get ég hvíltí friði.”
“Hvað var í umslögunum?” spurði vinkonan.
“Í fyrsta umslaginu voru 50.000 kr. og miði sem á stóð, Vertu svo væn að kaupa fallega kistu fyrir jarðaförina.' Svo ég fór og keypti fallegustu mahóníkistuna sem til var með silkifóðringu, svo nú get ég verið viss um að það fari nú mjög vel um hann.
Í í öðru umslaginu voru 100.000 kr og miði sem á stóð, Notaðu þessa peninga til að borga fyrir jarðaförina' Með þessari upphæð gat ég fengið virðulega jarðaför og dýrindis erfidrykkju með mat og drykk fyrir alla vini og ættingja.”
“en hvað með þriðja umslagið?” spurði vinkonan.
“Í þriðja umslaginu voru 250.000 kr og miði sem á stóð. Kauptu fallegan stein fyrir þessa upphæð”
Og Magga lyfti upp annari höndinni, sýndi 10 karata demantshring sem hún var með og sagði:“ Hvernig finnst þér hann?”


Jónas gekk draugfullur niður eftir Aðalstræti með annan fótinn í ræsinu. Lögga stoppar hann og segir:“ Ég verð að taka þig með á stöðina, vinur. Þú ert greinilega ofurölvi.”
jónas spyr hann drafandi:“ Heyrðu, löggumann, errrdu al- ég meina sko ALVEG viss um að ég sé durugginn, ha?”
“Já kallinn minn, það er ekki nokkur vafi á því,” sagði lögregluþjóninn.“ Komdu nú!”
Jónas andar léttar og segir með feginleik í röddinni:“ Guð sé lof. Ég hélt að ég væri orððinn bægglaður.”


Jónas er harðduglegur maður og vinnur myrkranna á milli, en í frístundum sínum stundar hann íþróttir af kappi, blak og innanhússfótbolta, svo að eina góða helgi ákveður Magga, konan hans, að lyfta aðeins skapinu hjá honum og fara með hann út á lífið. Þau klæða sig í sitt besta púss og fara á einn af þessum stöðum þar sem boðið er upp á listdans.
Dyravörðurinn á skemmtistaðnum sér þau koma og kallar til Jónasar “ góða kvöldið, Jónas. Hvernig hefuru það í kvöld?”
Magga verður hissa á þessu og spyr Jónas hvort hann hafi komið þarna áður. “Nei, nei,” segir Jónas “hann er einn af þeim sem ég spila innanhússboltann við.”
Þau fá sér sæti og þjónustustúlka kemur til þeirra, sér Jónas og segir “Gaman að sjá þig, Jónas. gin og tónik eins og venjulega?”
Augu Möggu stækka. “Þú hlýtur að koma hingað oft!”
“Nei, nei,”segir Jónas.“Strákarnir kíkja stundum hingað inn eftir blakið.”
Þá kemur nektardansmær upp að borðinu þeirra íklædd litlu meira en brosinu. Hún faðmar Jónas ynnilega að sér og segir “Ætlarðu að fá einkadans eins og venjulega, Jónas elskan?”
Magga verður öskureið, safnar saman dótinu sínu og stormar út af skemmtistaðnum.
Jónas eltir hana og sér hvar hún fer inn í leigubíl, svo hann stekkur inn í bílinn á eftir henni. Magga horfir á hann hatursfullu augnaráði og lætur hann hafa það óþvegið.
Þá hallar leigubílstjórinn sér að Jónasi og segir “Þú hefur náð í eina erfiða í kvöld, Jónas minn.”


Þetta eru kannski gamlir og þekktir brandarar, vona bara að einhverjum lýst á þá :)
Kv.Katta
Vatn er gott