Þetta gerði ég fyrir 3 árum, fyrsti tveir kaflar af sögu sem ég gerði. hún er samanlagt 40 bls en ég vildi ekki senda hana alla inn. Þetta er fyrsta skipti sem ég sendi inn sögu og hef ekki hugmynd um hvernig verður tekið á móti henni. En annars þá vona ég að það sé eitthvað fútt í þessum tveim köflum…

Anima Wolf.
14 ára, afskaplega alvarleg og neikvæður unglingur sem horfði aldrei á góðu hliðarnar. Það var ekki til það andartak sem hún sá eitthvað gott við fólk, og hvað þá hana sjálfa. Skapið í henni var ekkert skárra. Hún var sífellt kvartandi og kveinandi yfir öllu sem hún sá, jólagjafir, afmælisgjafir, sumargjafir. Ekkert var nógu gott fyrir hana.
Og nú sat hún í herberginu sínu sármóðguð og reið við sjálfan sig. Afhverju var hún alltaf að skipta sér af. Hún hefði átt að sleppa því að bjarga vesalings dýrinu úr vatninu. Hún kom næstum upp um sjálfan sig. En samt gat hún ekki annað en verið stolt af sér fyrir að hafa bjargað því. Hún hafði verið á bryggjunni niður við vatnið að veiða og með heilann flokk af ferðafólki í kringum sig (enda var allt morandi í því á sumrin) þegar hún kom auga á lítinn hvolp langt úti á vatninu. Anima hafði rétt komið auga á hann og þegar hann hvarf allt í einu undir yfirborðið. Hún var enn steinilostin þegar að hann skaust allt í einu aftur upp og ýlfraði hátt og ámátlega. Enginn sá hvolpinn nema hún. Ekki einu sinni ferða mennirnir sem voru að taka mynd af vatninu. Hún þoldi ekki að horfa á aumingjadýrið berjast svona um fyrir lífi sínu. Hún varð að gera eitthvað vist að enginn annar gerði það. Hún henti frá sér veiðifærunum og var til búin að stökkva út í vatnið þegar hún hafði heyrt einn manninn segja. “vonandi drukknar kvikindið.” Sagði hann við félaga sinn” Ég hef átt 6 svona að sömu gerð og drekkti þeim öllum. Tíkin vældi 9 daga samfleytt þangað til ég þaggaði niður í henni með því að berja hana. Þá stein….”
Hún hafði orðið svo reið að hún hafði gjörsamlega kýlt mannhelvítið undir hökuna svo hann hafði misst fótinn og dottið í vatnið öskrandi á hjálp. En hún svo hafði hún stökkt út í vatnið án þess að nokkur gæti gert neitt til að hyndra það og synti að aumingja hvolpinum og rétt svo náði að grípa hann áður enn hann hvar aftur oní vatnið og synti með hann í land. Þá hafði hún tekið eftir því að allir horfðu á hana furðulostnir.
Ekki hafði hún barið manninn svona fast.
Hún vonaði reyndar enn að hún hafði gert það. En þá hafði hún tekið eftir því hvað það var sem allir höfðu verið að horfðu á.
Hún hafði breytt sér í sel.
Hún hafði svo bylt sér einhvernveginn aftur út í vatnið enn í líki sels og farið eins djúft og hún gat svo enginn sægji hana breytast í sýna eðlilegu mynd aftur, svo hafði hún synt undir bryggjuna og hoppað framm eins og þetta hafi allt verið tómt grín og sagði að hún ætti sel sem hún hafði þjálfað svona. Allir steinþögðu, greinilega ekki trúaðir, og hún labbaði heim með hjartað í buxunum af skömm.
Anima var reyndar alveg sama hvað fólkinu fannst um það sem gerðist, henni var bara annt um líf litla hvolpsins sem hún hafði bjargað. En nú sat hún rennvot heima hjá sér og í mesta basli með að finna eitthvað sem gæti gefið góða skíringu fyrir þessum atburði. Hún var á gati, enda alveg í sjokki. Hún gat ekki hugsað skýrt. Hvað átti hún að segja ef einhver segði til hennar? Kannski brosa smá og segja “Ég breytti mér í stórann sel ,mamma”. Mamma hennar myndi halda að hún væri geðveik, því hún hafði ekki minnstu hugmynd um að Anima gæti breytt sér í dýr.
Anima hafði ekki vitað að þessum eiginleikum sínum fyrr en fyrir 1 og hálfu ári þegar hún hafði lent í svipuðu atviki en þá var það kettlingur sem hún hafði bjargað.
Anima hafði sérstakt dálæti af dýrum (enda gat hún breytt sér í þau). Stundum fannst henni að hún skildi dýrin bara með því að horfa á þau. En stundum gat hún talað við þau í alveg hrókasamræðum um hvort sólin settist í austri eða vestri, eða jafnvel hvort jörðin væri kringlótt eða flöt.
Anima horfði út um gluggann. Klukkan var orðin átta. Mamma hennar og pabbi færu að koma heim. Afhverju þurftu alltaf fegurstu kvöldin að vera á verstu dögunum. Hún stóð upp og þurrkaði sér um hárið með handklæði. Hún þoldi ekki svona daga fyrir utan það að það var enginn skóli. Anima labbaði í rólegheitunum inn á bað þótt hún væri dálítið æst yfir því að vita hvað myndi gerast þetta kvöld þótt það boðaði ekkert gott. Hún var enn á gati
Húsið var 4 hæða stórt og hvítt. Það var í stíl við árið 1800. Sem sagt eins og stór kastali, enda voru mamma hennar og pabbi moldrík. Þau voru bæði að vinna í einhverjum stjórnmálum sem Anima hafði ekki nokkurn áhuga á. Mamma hennar og pabbi hétu Erik Wolf og Natasja Wolf, það hljómaði eins og ríkt kóngafólk fyrri ára.
Anima vafði handklæðinu um hausinn svo ekkert af ljósbrúna, síða hárinu sást. Afhverju sögðu allir að hún væri með fallegt hár? Hún sá aðeins rafmagnaða flókabendu.
En svo voru það augun. Þau voru græn, alveg eins og augu pabba hennar en hárið var frá Natisju. Anima var oft ánægð við að hafa ekkert systkyni, hún hataði litla krakka þótt flestar vinkonur hennar gerðu það ekki, þá gerði hún það svo sannarlega.
Anima þurfti ekki að hafa neitt voða miklar áhyggjur af því að mamma hennar og pabbi myndu komast að því að hún gæti breytt sér í sel, fljótt. Þau myndu álíta þetta sem algjört grín.
“dóttir mín að breytast í sel. Á þetta að vera fyndið? Hún er ekki einu sinni með sporð”
svona myndi pabbi hennar orða þetta. En mamma hennar myndi sko verða eitt kirsuber í framan af reiði.”hvað!!! ertu að gera eitthvert grín að dóttur minni. Ég skal sko segja þér það að….”svo kæmi ræðan um misrétti um hitt og þetta.
Anima horfði á sig stípt í speglinum. Afhverju gerðist ekkert spennandi í lífinu hjá henni. Það voru alltaf sömu dagarnir með allt það sama að bjóða. Þótt það væri gaman að breyta sér í dýr við og við þá var það ekkert spennandi á endanum. Hún var farin að fá leið á því. Það var alltaf það sama endalaust. Jafnvel…
“Anny.”
Henni brá. Hver í ósköpunum var að kalla. Hún hafði ekki verið kölluð þetta lengi.
“Anny mín, komdu” bergmálaði um húsið
þetta var frekar furðuleg rödd. Hún var þvinguð og hikandi, eins og sorgmætt barn væri að tala.
“Anny” var aftur kallað nær enn áður.
Þetta var barnsrödd. Hún hljómaði svo einkennilega. Svo fallega en einkennilega.
Anima gekk út úr baðherberginu. Hver var að kalla á hana? Var kannski einhver sem var niðri í andyrinu? Kannski einhver sem var að gera grikk. En samt. Það gat ekki verið, hún átti enga vini frá því að þeir fluttu allir burt. Jafnvel enga óvini.
Hún fór niður stigann og labbaði niður á 1 hæð þar sem andyrið var. Þar var ekki nokkur lifandi sála.
“hver er þetta” sagði hún frekar hátt og leit á útidyrahurðina sem var lokuð….og læst að innann.
“hver…”
“Anny” var hvíslað í eyrað á henni. Hún leit snöggt við. Það var enginn, en hún var viss um að það væri barn sem hvíslaði þetta.
“Anny” var hvíslað svo það heyrðist eins og vindgustur um húsið. Svo heyrðist fliss.
Anima var að verða hrædd. Þetta var að verða óhuggulegt. Hún hafði samt aldrei trúað á drauga eða afturgöngur.
Anima var þurr í kverkunum. Hver var þetta eiginlega? Henni langaði helst ekki til að vita það.
“Anny”
Anima snéri sér snökt við. Hún stirðnaði upp af hræðslu. Beint fyrir framan hana var lítil stúlka, varla 5 ára, í hvítum kjól, með rauðum blúndu kraga, standa fyrir framan sig með hendur fyrir aftan bak. Hún var með sítt gult hár og með blá augu, kjóllinn bærðist hægt á henni eins og ýmindaður vindur bærði hann. Hún var grátandi.
“Anny” sagði stelpan og teygði út arminn svo að mjó blá rák á hálsinum sást.
Anima rann vatn milli skins og hörunds. Rauði kraginn var ekki litaður af litarefni heldur blóði. hana tók ekki langan tíma að finna út hvað stelpan var. Hún var draugur.
“Anny” sagði stelpan aftur og labbaði að henni hægt með breiddann arminn. Tárin féllu niður kinnarnar á henni eins og litlar perlur.
Anima hörfaði aftur á bak. Hún gat séð í gegnum hana.
Allt í einu stoppaði stelpan og lét hendurnar síga niður. Hún var hætt að gráta. Svo hvarf hún allt í einu.
Animu létti. Hún var viss um að hún hafði misst úr slag. En þá heyrði hún hlátur. Hann bergmálaði allt í kringum hana, það var stelpan sem hló og flissaði eins og hún væri hlaupandi um allt húsið á fleigiferð. Anima leit í kringum sig logandi hrædd. Hvað var að gerast? Allt í einu fann hún gust við hliðin á sér eins og einhver hafði hlaupið frammhjá henni. Hún öskraði. Hún var orðin svo hrædd og ringluð að hún fékk tár í augun. Hún sá allt í móðu. Hún hljóp upp stigann þangað til hún var komin á upp á efstu hæðina. Hún leit andartak í kringum sig. Hláturinn ómaði enn um húsið. Hún hljóp inn í herbergið sitt og skellti á eftir sér hurðinni og hljóp innst inn í herbergið að glugganum, þótt hún vissi ekki til hvers. En þá heyrði hún söng. Stelpan var byrjuð að syngja lag. Vögguvísu.
Anima var svo hrædd og skjálfandi að hún tók ekki eftir því að söngurinn var að færast í aukana. Stelpan kom nær herberginu þar til hún stoppaði þar fyrir framan en syngjandi. Svo varð allt hljótt.
Ekkert heyrðist nema andardrátturinn í Animu, sem titraði og skalf við gluggann og óskaði að einhver lifandi kæmi.
Allt í einu hljóp stelpan inn í gegnum hurðina og beint að Animu. Þá fyrst áttaði Anima sig. Eitt sekúndubrot stóð hún graf kyrr en svo….
Hún var flogin út um gluggann í líki örns.

Anima flaug létt í gegnum loftið hátt upp í skýjunum, og baðaði sig í sólinni. Þetta var eins og ævintýri að vera þarna uppi. Eins og hún væri í einhverri annari veröld. Það var auðvelt að gleyma sér á þessum stað. Skýjin voru eins og bómullarhnoðrar, svífandi rólega og sífellt að breyta um lögun í daufri kvöld skímuni. Þetta var frábært eins og draumur. En samt var ekki eins og allt átti að vera. Jafnvel tunglið lýsti dauflega eins og hún vissi hvað væri að Animu.
Hún hafði aðeins jafnað sig eftir að stelpan hafði birtst henni en hún var enn óttaslegin. Hún óttaðist að stelpan gæti elt hana þótt hún væri örn. Jafnvel upp í skýjunum var Anima hrædd um að eitthvað gerðist. En hún þurfti nú ekki að hafa neinar áhyggjur þarna uppi, nema kannski af flugvélum og þyrlum.
En það skrítna við þetta allt saman var að Anima fannst eins og hún kannaðist við litlu stelpuna. Það var eitthvað svo kunnuglegt við hana sem Anima kom ekki fyrir sig. Hún reyndi eins og hún gat að muna hvar hún hafði séð hana áður en því meir sem hún hugsaði um það því erfiðara var að komast að því. Að lokum gafst hún upp á að finna hver stelpan var. Það var en óhuggulegt að hugsa um hana, vindin sem leiddi frá henni og ljósið.
Eftir nokkra stund ákvað Anima að lenda í almenningsgarðinum, en þá í líki dúfu (ernir voru ekki algengir á svona slóðum) og reyna að skemmta sér aðeins með dúfunum til að geta glaðst.
Hún þaut í gegnum loftið og naut þess að finna það leika um sig á fleygji ferð í gegnum skýjin. Þegar Anima var komin undir skýjin hægði hún ferðina. Þetta var eitt besta útsýni yfir bæinn. Hún sá kirkjuna við hliðin á húsi málarans sem hét Assim (það var ekki til maður sem þekkti hann ekki í þorpinu, hann var orðin kalkaður og rúmlega 70 ára kallinn og var alltaf að koma sér í vandræði. Hann átti meir að segja sér klefa í fangelsinu), og leikvöllinn, hús foreldra sinna, bíóið og stóra almenningsgarðinn við hliðin á því.
Anima lenti í miðjum dúfna hóp, allsherjar feginn yfir félagskapnum sem hún fékk, og hóf samræður við dúfurnar.
“ég er frá Noregi skal ég segja ykkur” sagði ein dúfan.
“og ég er frá Vestur-þýskalandi” sagði önnur grobbin og flaug í miðja þvögina svo allir gætu séð hver það var sem var komin svo langt að. “ég var aðeins ungi þegar ég ferðaðist með einni fljúgandi blikkdósinni hingað. Ég var aleinn og með hóp katta á eftir mér. Ég þurfti oft að….að hérna……að….”
“…berjast fyrir réttlæti þeirra” greip ein dúfan fram í og tók andann á loft.
“nei”
“drita á hausinn á þeim” greip önnur fram í.
“nei, ég…”
“henda þeim úr vélinni” sagði ein.
“nei, nei. Ég þurfti að…”
“ég veit það…þú geldir þá.”
“nei, ég…”
“þú þurfti oft að flengja þá, var það ekki” sagði eldgömuldúfa.
“nei, ég sko…..”
“ekki kysstiru þá”sagði ein sem hallaði sér undir flatt og korraði.
“nei, aldeilis ekki. Ég…”
“þú þurftir oft að knúsa þá að þér eins og…”
“nei ég þurfti oft að…”
“fæða kettlinga”
“nei, ég þurfti að…..að….bíddu…..æ,ég man það ekki.” sagði sú þýska augljóslega stór hneiksluð.
Þetta var alltaf svona. Allir tóku framm í fyrir þeirri dúfu sem var að tala þangað til hún mundi ekki það sem hún vildi segja. Og þá voru samræðurnar farnar út í eitthvað allt annað eins og núna var verið að ræða um Assim, sem var uppáhaldsræðuefnið, því hann gerði svo marga stór furðulega hluti.
“hann kveikti í málverkinu sínu.” Sagði ein dúfan.
“og hvað gerðist” sagði Anima og reyndi að blanda geði við dúfurnar.
“hann hló bara þegar að slökkviliðið kom og dró hann út úr útbrunnu húsinu og sagði að hann hafði hitt djöfulinn sem hoppaði í gegnum málverkið og kveikti í húsinu hans. Svo breytti hann því sem hann sagði og sagði að hann vildi ekki uppljóstra neinu um djöfulinn. Þá sagðist hann hafa hitt dauðann á strönd í málverkinu sínu. Hann sagðist hafa sólbrunnið svo illa að það hefði kveiknað í.” allar dúfurnar skelltu upp úr nema Anima. Henni þótti of vænt um Assim til að það væri gert grín að honum, jafnvel þótt það væri satt sem sagt var, þá líkaði henni það ekki. Assim var góður maður þótt hann eyddi flestum dögum sínum í fangelsinu.
“og svo hoppaði hann….”
Anima nennti ekki að standa í að hlusta á þetta lengur. Hún flaug í burtu í leit að einhverjum öðrum félagskap. En það var árangurslaust, það voru enginn skemmtileg dýr á ferli lengur.
“örugglega öll farin að sofa” hugsaði hún og hlustaði á kirkjuklukkurnar. Hún sló 10 slög!.
Animu leist aldrei neitt vel á kettina, þeir voru engin samræðu dýr og þögðu yfirleitt. En hún elskaði þá út af lífinu sem gæludýr.
Hún flaug í gegnum bæinn og hringsólaði um hann í nokkur skipti. Hún þorði varla að fara heim, jafnvel þótt að draugurinn væri farinn, þá vildi hún ekki koma nálægt heimili sínu. Reyndar vildi hún varla sjá það aftur. Aldrei.
Vatn er gott