Ég vissi ekki alveg hvert ég átti að láta þetta en ég vona að þetta komist til skila.

Mig langar til þess að hella úr skálum reiði minnar gagnvart ákveðnu fólki hér á Íslandi í dag, ungu sem öldnu.

Það gerðist í dag að bróðir minn var að ganga út úr húsi þegar nágranni okkar hittir hann á leiðinni að bílnum. Hann er með son sinn (varla 9 ára) með sér.
Þegar bróðir minn labbar framhjá þá segir strákurinn við hann “Bjarki stórfótur” og flissar.
Málið er að bróðir minn er spastískur á löppum og á erfiðara um gang en margir og því tók hann þessu nærri sér og eins og flestir myndu gera.
Þessi maður hefur sagt margt við bróður minn, mjög særandi, þá sérstaklega það sem hann segir við eldri strákinn sinn sem Bjarki fréttir og nú er yngri strákurinn farinn að apa eftir pabba sínum.
Það fauk rosalega í mig þegar ég heyrði þetta og það liggur við að ég banki upp á hjá manninum og spyr hann hvort hann þurfi ekki sjálfur að líta á sjálfan sig og athuga hvort hann sé ekki bara sjálfur fatlaður, þar sem hann dæmir fólk eins og ekkert sé, hví skyldi það ekki vera fötlun?

Það sem ég vil spyrja, hefur fólk virkilega ekki þá litla virðingu fyrir öðrum að taka tillit til annarra, og í það minnsta að vera ekki að kenna börnum sínum svona dónaskap og lítilsvirðingu?

Það er einn dökkur strákur sem ég þekki sem er einnig spastískur á löppum en töluvert meir en bróðir minn. Hann þurfti að hætta í skóla vegna ofsókna, bæði útaf lit og hvernig hann gekk.
Ég hitti hann fyrir stuttu að afgreiða í búð þar sem tvær stelpur voru að bíða við búðarborðið því hann fór að athuga eitthvað fyrir þær.
Þegar ég kem að þá eru þær að gera grín að því hvernig hann labbar og apa eftir honum.
Þegar hann kom til baka var ég orðin svo reið, þó sérstaklega vegna þess að hann fór að athuga eitthvað fyrir þær af góðmennskunni einni þó hann ætti erfitt um gang!
en ég ákvað að láta þær vita að ég væri þó vinur hans og heilsaði honum hátt og skýrt svo þær örugglega heyrðu að ég hafði heyrt í þeim.

En ég vildi bara vekja athygli á þessu vegna þess að fyrir margt fólk sem á við einhverja líkamlega galla að etja þá er svona mjög særandi því margt af þessu fólki hefur þurft að berjast fyrir hinu og þessu og lent í harðræði sem við hin höfum ekki hugmynd um hvernig er að lenda í.
Ég vil bara kvetja fólk til þess að virða tilfinningar annarra og bera virðingu fyrir fólki, hver sem það er, og vera ekki svona sjálfselskt.
Vatn er gott