jahá, ég fór á þessa mynd í SmáraLúxus, sem var örlítil tilbreyting frá þessum venjulegu bíósætum, með föður mínum og unnusta. Þar sem við ætluðum sko ekki að vera sein og missa af góðum sætum þá komum við klukkutíma fyrir sýningu. Við vorum auðvitað afar hissa þegar við komum og sáum ekki eina einustu hræðu fyrr en korter fyrir sýningu… greinilega mynd sem höfðar ekki til allra, en við fengum þó góð sæti.

Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer
Rétt áður en ég byrja á smá critic á henni þá langaði bara að benda á arfalélega kynningu á þessari mynd á bio.is

"Magnað framhald af stórmyndinni Fantastic Four sem sló í gegn sumarið 2005. *Hin fjögur fræknu komast að því að þau eru ekki þau einu sem búa yfir yfirnáttúrlulegum hæfileikum í heiminum þegar þau þurfa að berjast við hin *ógurlega Silver Surfer og hin *skelfilega Galactus sem étur allt sem hreyfist! Þessi frábæra mynd er sögð betri en sú fyrri og uppfull af einhverjum *flottustu hasaratriðum og tæknibrellum sem sést hafa á hvíta tjaldinu lengi! Allur leikarhópurinn mætir aftur í fantaformi með *hina íðilfögru Jessicu Alba í broddi fylkingar sem ósýnilega konan! Heimsfrumsýnd 13. júní í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. Mynd sem þið viljið alls ekki miss af!"

*Hin fjögur fræknu:
Ég veit ekki hvað þessum ritara gekk til með að kalla þetta “Hin fjögur fræknu”. En eins og allir vita þá eru það ALLT AÐRAR sögur.

*ógurlega Silver Surfer:
Það var nákvæmlega ekkert ógurlegt við Silver surfer. Hann er boðberi, ekki illur slátrari með kjötexi.

*skelfilega Galactus sem étur allt sem hreyfist!:
“étur allt sem hreyfist”…ef við lýtum á myndasögurnar þá vitum við alveg að Galactus étur ekki allt sem hreyfist, það þarf ekki að hreyfast, hann þarf bara eitthvað með orku sem seðjar hungrið. Þetta hljómar eins og brjáluð mannæta, sem Galactus er ekki.

*flottustu hasaratriðum:
Onei, maður hefur séð þau flottari og myndin gengur alls ekki útfrá þeim. Varla þess virði að nefna.

*hina íðilfögru Jessicu Alba í broddi fylkingar:
Ég hélt nú alltaf að það væri Mr.Fantastic (Reed Richard) sem færi í broddi fylkingar.

…Þið afsakið en ég varð að koma þessu frá mér. Það er nú lágmark að kynna sér efnið áður en maður skrifar um það.

En já, smá gagnrýni:
Eftir að hafa setið í góðum fíling og notið myndarinnar ágætlega, þá var voðalega lítið minnistætt eftir, nema auðvitað Silver Surfer (Norrin Radd) sem heillaði mann upp úr skónum.
Plottið í kringum myndina var mjög skemmtilegt, eins og alltaf, vísindalegt og fræðilegt. Alltaf gaman að hlusta á Reed Richards (Mr.Fantastic) koma með sýnar fræðilegu skoðanir sem maður botnar ekkert í fyrr en maður sér það myndrænt. (reyndar var það mjög undarlegt í þetta sinn að ég skildi nánast allt sem hann var að útskýra, ólíkt hinni myndinni).

Að eldurinn hafi slokknað hjá Johnny Storm þegar hann fór út fyrir jörðina var magnað. Nú til dags nennir enginn að hugsa um svoleiðis “smáatriði” og fannst mér því alveg merkilegt að það var virkilega lögð vinna í þessa mynd og reynt að gera hana sem raunverulegasta.
Það er kannski ástæðan fyrir því að Galactus er ekki “stór maður” (sjá neðar) heldur rykský.

Leikararnir voru allir góðir fyrir utan Julian McMahon (Victor van Doom). Ég gat ekki séð að hann naut sín í þessu hlutverki á nokkurn hátt. Meira eins og “ohh…ég skrifaði undir samning, nú þarf ég að gera þetta”. Auk þess sem mér fannst hann ekki gera persónuleika Victors nægilega mikil skil, fór alltaf hálfa leiðina. Hann var ekki eins spennandi karakter og í fyrri myndinni. Það vantaði allan innri sjarma í hann. Hann varð heldur aldrei svona myndarlegur aftur þó að myndin segji það. Andlitið og líkaminn varð aldrei samur eftir breytinguna.
*Og unnusti minn bentir mér nú til gamans að hann á ættir sínar að rekja til Drakúla greifa í einni myndasögunni.

Ég veit ekki alveg hvað var gert við Jessica Alba sambandi við förðun. Hún leit út eins og postulínsdúkka alla myndina. Maður hefði getað fyllt make-dollu með öllu make-inu framan í henni. Fyrst hélt ég nú að þetta væri bara vegna brúðkaupsins en þetta endaði aldrei, þessi glamúr klæðnaður og útlit. Þetta tók alla athygli frá atriðunum sjálfum, rosalega truflandi.

Tæknibrellurnar voru rosalega vel gerðar, nema þó með hann greyið Reed Richard. Maðurinn á ekki skyrtu og buxur sem eru teygjanlegar, það var gert alveg ljóst í fyrstu myndinni, en samt teygðist allt þegar hann var að dansa.
Brellurnar með að lengja útlimi hans voru ekki alveg eins og maður vildi hafa þær. Alltof gervilegir og klunnalega teygðir útlimir sem hefði alveg mátt leggja meiri áherslu á, þetta var á engan hátt nægilega raunverulegt.
Það má kannski segja að Silver Surfer hafi fengið mestu athyglina í tæknideildinni, sem er náttúrulega ekkert slæmt í sjálfu sér ;O).
En allir mættir hinna þriggja var vel gerður, sérstaklega hjá Johnny Storm og Ben Grimm. Ég hrífst enn að búningi Ben því fyrir mitt leiti finnst mér hann mjög raunverulegur.

Uppfyllingarefnið var mjög skemmtilegt og átti ég ekki von á svona skemmtilega fyndnum senum.

En ég skemmti mér alveg ágætlega á þessari mynd þrátt fyrir þessu miklu skreytingar á sögunni. Það hefði samt ekki skemmt myndina að byggja mun meir á myndasögunum.
En auðvitað, má ekki gleyma Stan Lee sem kom fram í myndinni að sjálfsögðu. Æðisleg hefð, sem einnig er í sumum myndasögum hans ef einhver vill leita ;O)

En allt í allt fær þessi mynd bara 3 1/2 stjörnu af 5. Hefði mátt fara betur með upprunulegu söguna auk betri leiks hjá Julian.

Smáatriði og smá aukaefni:
Silver Surfer var alveg meiriháttar vel gerður í alla staði. Röddin og útlitið passar allt við sögurnar. En það merkilegasta fannst mér þegar hann var tekinn í close-up og án silfur-blæsins á skinninu hversu raunverulegur hann var. Ég gat ekki ýmindað mér að þetta hafi verið maður í búning, svo vel var þetta gert, auk þess sem þetta var ekkert hallærislegt (sem er nánast ALLTAF í myndum þar sem búningaklæddir menn koma fyrir). Hreyfingarnar og öll blæbrigði í andliti voru einnig mjög vel gerð.
Þrátt fyrir fá orðaskipti þá áttaði maður sig alveg á því að hann væri úr öðrum heimi.
Og svona til fræðslu auka þá var hann frá plánetunni Zenn-la. Konan sem Invisible girl minnti hann á er auðvitað kærastan/konan hans sem heitir Shalla-Bal, sem hann þurfti að yfirgefa þegar hann gerði þennan samning við Galactus ef hann skildi hlífa Zenn-la, plánetunni sinni.
Það er meira að segja farið svo langt með þessa sögu að hann verður gerður útlægur og verður fastur á jörðinni. Eftir okkra áratugi þegar hann snýr aftur heim til sín þá finnur hann ekki plánetuna. Hann kemst síðan síðar að því að Galactus hafði endurhannað plánetuna hans í öllum smáatriðum eftir að Other hafði útrýmt henni, einungis svo að Silver Surfer gat komið aftur heim eftir að þjónustu hans var lokið, en enginn veit af hverju hún hvarf skyndilega. En já, lesið þetta enn frekar á wikipedia.com, það er mjög gaman að sjá hversu djúpt þessi karakter er tekinn.
Nota bene, hann kom á undan fantastic four myndasögunum ;O)

Galactus… ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja.
Þeir sem hafa lesið sögurnar vita að hann hefur aldrei verið lýstur sem stórt rykský sem étur plánetur og getur ekki tjáð sig á nokkurn hátt. Þeir sem ekki vita það þá hefur Galactus alltaf verið….tja, Alheims vera ef svo má segja (eða Risastór maður til að gera þetta einfalt). Hann þrífst á jarðfræðilegri og líffræðilegri orku til þess að seðja hungrið, því hann er alltaf svangur. Fyrst af öllu byrjaði hann að éta tómar plánetur, Silver Surfer sá til þess þegar hann byrjaði sem boðberi hans. En eftir ákveðinn tíma þegar Galactus var hættur að fá það sem hann vildi, tók Galactus mannúðina og siðferðið í Silver Surfer burt og í framhaldi af því vísaði hann honum á jörðina. (en auðvitað eftir margar aðrar plánetur á undan).
í myndinni er vitnað í þetta, að Galactus hafi drepið fleiri plánetur og saklaust fólk, sem er fínt en það vantar svolítið að segja frá af hverju hann gerir það.

Galactus átti ekki að “deyja” í lokin. Ég veit ekki hvaðan þeir fengu einmitt þessa hugmynd. Það er reyndar tiltekið í einni sögu að hann hafi eitt sinn verið svo máttfarinn af hungri að Silver Surfer náði að nota hans eigin vopn til þess að drepa hann endanlega…en auðvitað kemur svakaleg flétta á eftir því.
Silver Surfer er með brotabrot af þeim mætti sem Galactus er með og það er svolítið erfitt að eyða svo öflugum mætti, eins og var ekki sýnt í myndinni. Galactus er í raun eins öflugt afl og afl getur orðið (ásamt fáum öðrum í Marvel heiminum), þá erum við að tala um að hann gæti drepið öflugustu ofurhetjur með hugsununni einni. En þar sem hann veit ekki mun á góðu og illu þá hefur aldrei verið reynt á það.
Og það má til gamans geta til þess að útskýra endalegan kraft Galactus að hann ásamt 4 öðrum verum (Death, Eternity, Infinity og Oblivion) munu verða þau einu sem sjá enda alls heimsins þangað til ekkert er eftir.
Vatn er gott