í Rómantík fyrir 3 mánuðum, 3 vikum
Þetta er kannski smá seint en í tilefni Valentínusardagsins þá er hér hágæða póstur um rómantískustu skepnur þessa heims, flatorma í ættinni Diplozoidae. Holdgervingar ástar og skuldbindingar. Þessir flatormar eru sníkjudýr á tálknum fiska þar sem þeir eru allt sitt líf að sjúga blóð og næringu úr hýslinum.Ókynþroska leita þeir í tálknin, bæði í leit að fæðu en ekki síður í leit að maka. Þegar þeir finna einstakling sömu tegundar þá festa þeir sig saman og renna saman í eitt. Þeir losna...
í Sorp fyrir 4 mánuðum, 2 vikum
Hamraborgin rís há og fögur.
í Sorp fyrir 4 mánuðum, 2 vikum
Nú hef ég lengi verið mikill vinur Hamraborgarinnar og finnst dáldið sárt að það stefni í að hún fái þessa andlitslyftingu. Sárast finnst mér að það eigi að rífa Fannborg 4 með þessari hurð sem snýr bara út í loftið. Þessi hurð hefur fært mér ómælda gleði í gegnum árin og fær mann alltaf til að brosa. Hver hannaði þetta eiginlega? Hvað var sá einstaklingur að pæla? Vissi arkítektúrinn ekki að þetta hús yrði á einhverjum stultum og bjóst við að þarna yrði inngangur? Afhverju ekki að skipta...
í Tilveran fyrir 4 mánuðum, 3 vikum
Kæru Hugar Þetta er nú kannski langsótt en hefur einhver hérna reynslu af dvöl á fangelsinu Hólmsheiði? Þetta er þarna nýja fangelsið sem var byggt nálægt Heiðmörkinni. Ég hef verið aðeins að lesa mér til um þetta undrafangelsi, sérstaklega hönnunartillögurnar til listskreytinga í fangelsinu og finnst þær frekar magnaðar. Af heimasíðu fangelsismálastofnunnar (fangelsi.is) "Efnt var til samkeppni um listskreytingar og hlutu fyrstu verðlaun þær Anna Hallin og Olga S. Bergmann. Tillaga þeirra...
í Matargerð fyrir 5 mánuðum, 1 viku
Ein mynd frá þessu magnaða ævintýri sem var að kíkja í lúguna á Pulsuvagninum á Selfossi og biðja um Ævintýrabrauð. Þetta er hið eina sanna Ævintýrabrauð. Jólin komu snemma í ár.
í Matargerð fyrir 5 mánuðum, 1 viku
Hóhóhó kæru Hugar. Mér var nýlega sagt frá leyniorði eða leynirétt sem hægt er að panta á pulsuvagninum á Selfossi sem er ekki á matseðlinum. Ef maður biður um "Ævintýrabrauð" þá fær maður heldur betur ævintýri í brauði. Ég gat vart beðið og var að springa úr forvitni og eftirvæntingu með að fá að smakka. Ég fékk svo þetta dásamlega pulsubrauð með pítusósu, káli, osti og season all. Sturluð upplifun. Algjört ævintýri. Mér líður eins og ég sé hluti af leynisamfélagi eins og swingersklubbi eða...
í Gæludýr fyrir 6 mánuðum
Kæru Hugar Ég hendi hér inn mynd af vorflugunni minni honum Bolla sem er kominn í jólabúninginn. Bolli er vorflugulirfa (Trichoptera) sem býr í búri hjá mér. Vorflugur vefa hálfgerða púpu úr hverju sem er í umhverfi þeirra hverju sinni til að verja sig og vera í felulitum. Bolla fann ég í tjörn í Fossvoginum en svona vorflugur eru út um allt land. Þær lifa í vatni sem lirfur en koma síðan á land sem fullorðin dýr og fljúga um. Mynd 1 - Bolli í góðum fílíng. Aðrar vorflugur gera meira að...
í Raftónlist fyrir 6 mánuðum
Öllum hljóðfærum og effectum Steinunnar var stolið í innbroti fyrir nokkrum vikum og græjurnar hafa ekki skilað sér tilbaka. Í tilefni þess verður blásið til styrktartónleika! Þar mun koma fram aragrúi af hljómsveitum og gjörningum og dj. flugvél og geimskip mun einnig koma fram! Kex Hostel - í Gym og Tonic salnum 14.desember 2022 Hefst kl. 19:30 2000 kr. *eða frjáls framlög Babes of Darkness Madonna & Child Sigrún Oyama Geigen dj. flugvél og geimskip Sjáumst hress!
í Kvikmyndir fyrir 6 mánuðum, 1 viku
Hæhæ Ef að það eru einhver frá Kvikmyndasjóð þá langar mig til að pitcha hugmynd. Það var að koma út indversk endurgerð af Forest Gump sem heitir Laal Singh Chaddha með stórleikurunum Aamir Khan og Kareena Kapoor. Algjör bomba. Hún er meira að segja á Netflix, ég mæli með að kíkja á hana. Myndin er sumsé mjög svipuð og Forest Gump en er aðlöguð að indverskum sannsögulegum aðstæðum. Hann Laal (Forest) elst upp í sveitasælunni með henni Rupa (Jenny). Hann fer svo í herinn og berst í stríðinum...
Notandinn hefur valið að sýna ekki allt innsent efni í yfirlitinu.