Mig dreymdi að ég væri í Kópavogslaug í heita pottinum með Kára Stefánssyni. Ég var með einhvern smá hósta sem ég var að reyna að fela fyrir Kára. Síðan sá ég snæuglu fljúga, setjast á ljósastaur fyrir ofan mig og horfði beint á mig.

Getið þið ráðið þennan draum fyrir mig? Er ég að fara að deyja?
Áhugamaður um alvarleg málefni.