Hóhóhó kæru Hugar. Mér var nýlega sagt frá leyniorði eða leynirétt sem hægt er að panta á pulsuvagninum á Selfossi sem er ekki á matseðlinum. Ef maður biður um "Ævintýrabrauð" þá fær maður heldur betur ævintýri í brauði. Ég gat vart beðið og var að springa úr forvitni og eftirvæntingu með að fá að smakka. Ég fékk svo þetta dásamlega pulsubrauð með pítusósu, káli, osti og season all. Sturluð upplifun. Algjört ævintýri. Mér líður eins og ég sé hluti af leynisamfélagi eins og swingersklubbi eða frímúrarareglu eða eitthvað. Þetta er dásamlegt og skemmtilegt að það sé svona hulinn heimur á bakvið hversdagsleikann. Laufléttur en svæsinn hversdagsleikur. Hvað segið þið Hugarar, vitið þið um fleiri "leynirétti" eða leyniorð á veitingastöðum landsins? Hverju er ég að missa af? Hver er raunverulegi raunveruleikinn?
Áhugamaður um alvarleg málefni.