Hæhæ

Ef að það eru einhver frá Kvikmyndasjóð þá langar mig til að pitcha hugmynd.

Það var að koma út indversk endurgerð af Forest Gump sem heitir Laal Singh Chaddha með stórleikurunum Aamir Khan og Kareena Kapoor. Algjör bomba. Hún er meira að segja á Netflix, ég mæli með að kíkja á hana.

Myndin er sumsé mjög svipuð og Forest Gump en er aðlöguð að indverskum sannsögulegum aðstæðum. Hann Laal (Forest) elst upp í sveitasælunni með henni Rupa (Jenny). Hann fer svo í herinn og berst í stríðinum við Pakistan (1999), bjargar fullt af hermönnum og fær orðu en besti vinur hans hann Bala (Bubba) deyr. Hann opnar svo nærfataverksmiðju í hans nafni og græðir fullt af peningum. Laal fer svo að hlaupa um allt Indland eftir að móðir hans deyr og á endanum finnur hann ástina sína hana Rupa aftur. 

IMDB - Laal Singh Chaddha
https://www.imdb.com/title/tt10028196/



En hugmyndin mín er semsagt íslensk endurgerð á Forest Gump sem er aðlöguð að íslenskum aðstæðum. Þetta er ennþá á frumstigum en hér er pælingin.


Sigbjartur Glúmsson (Jörundur Ragnarsson) elst upp á sveitabæ í íslensku suðurríkjunum (Árnessýslu?) þar sem hann á erfitt með gang. Vinkona hans heitir Engiríður Sigmundardóttir (Þuríður Blær Jóhannesdóttir) og býr á næsta bæ. Hrekkjusvín og fleiri að hrella hann. Sigbjartur brýtur af sér hækjurnar þegar hann er að smala kindum eða eitthvað og hann verður frábær spretthlaupari. Hann kennir Ragga Bjarna að dansa með hangandi hendi. Hann fer í FSU og klárar þar námið sitt. (spons frá Pylsuvagninum komið inn í einhversstaðar). Við útskrift kemur til hans maður frá Landhelgisgæslunni og ráðleggur honum að ganga í Landhelgisgæsluna. Sigbjartur berst í Þorskastríðinu með besta vini sínum sem heitir Símon (eða eitthvað sem kemur af einhverri súrsunarætt og er með monolog um allt sem er hægt að súrsa.. slátur, selshreifar, hvalspik, rúllubagga.. o.s.frv. Símon deyr í Þorskastríðinu, Kafteinnin (Þröstur Leó eða Ingvar E.) missir fæturnar í einhverjum togvíraklippum, Sigbjartur okkar bjargar málunum og fær fálkaorðuna. Í minningu Símons opnar hann sláturfélag með upphafsstöfum þeirra beggja, SS. Kafteinninn fótalausi hjálpar honum að koma sláturfélaginu af stað. Þunglyndi tekur við, Sigbjartur fer að hlaupa landshorna á milli (hleypur kannski bara í hringi um hringveginn??) í nokkur ár þar til hann nennir því ekki lengur. Engiríður sendir honum bréf, þau fara í sleik, hún verður ólétt, eignast krakkann og hún deyr svo. Endir. Hvít fjöður (rjúpa?) flýgur út og skotið endar.

Life is like a box of chocolate er ennþá í vinnslu, megið endilega koma með hugmyndir. Indverska myndin var með "Life is like golgappa; your stomach is full but your heart always craves for more". Kannski eitthvað eins og "Lífið er eins og heitt hamsatólg; það fær hjartað til að slá hraðar en passaðu þig að brenna þig ekki".

Takk fyrir. Er að leita að framleiðendum. Áhugasamir mega hafa samband á Huga.is. Allar hugmyndir vel þegnar.

 

Áhugamaður um alvarleg málefni.