Eru Hugar búnir að kíkja í nýju sundlaugina í Úlfarsárdal?

Ég fór um daginn og ég var bara nokkuð hrifinn af þessari laug. Skáparnir í klefunum eru frekar fönkí og virðast hálfsoðnir í einhverjum vísindaskáldskap. Pottarnir eru fínir, margt gott í boði þar, bæði legvatn og hraðsuðuketill upp á hitastig að gera.

Ég er mjög hrifinn af uppsetningunni á kaldapottinum þeirra; þetta er svona tvöfaldur pottur (tveir pottar hlið við hlið) og annar er kaldur (í kringum 10°C) minnir mig en hinn er heitur (40°C). Mjög góð pæling.

Gufubaðið virkaði pínu kjánalegt uppá lofthæðina að gera. Skil ekki alveg pælinguna með að hafa svona hátt til lofts upp á hitastýringu að gera. Leynast hér kannski einhverjir gufuhugar sem vita betur?

Mér fannst magnað að aðeins viku eftir opnun þá voru strax komin bitför í öll svampleiktækin handa krökkunum. Hvað eru þessir krakkar eiginlega að pæla? Sundlaugaverðir hljóta að vera á fullu að fiska krakka sem hafa soltið með stútfullan maga af plasti eins og einhverjir hvalir á úthafinu sem laumast í plastpokakonfektið.

Í guðanna bænum munið að gefa krökkum að borða áður en þau fara í sund svo að þau hætti að borða öll leiktækin.

Annars þakka ég bara fyrir góða sundlaug.

9/10 í einkunn. Mínus einn fyrir að hafa ekki leyst hungursneyð íslenskra sundlaugabarna.

Svo gífurlega klístruð stemning þarna ofaní að þú kemst ekkert upp úr tímunum saman.

Hvað segið þið hafið þið kíkt þangað?

Áhugamaður um alvarleg málefni.