Ég er svona einstaklingur sem er mátulega jarðbundinn en hinsvegar hefur mér verið kennt í uppeldi og reynslu að vera frekar opinn fyrir því sem fólk trúir á .. jæja. Vinkona kærustu minnar fór til miðills um daginn ( Ég hef aldrei hitt þessa vinkonu hennar )og allt gott og blessað nema, kærastan mín kemur að mér um daginn og segir mér að vinkona hennar hafi farið til miðills og hann hafi sagt henni ýmislegt um sig(kærustu mína) og að hún hefði sagt að það væri maður að fylgjast með kærasta vinkonu hennar(ég). Þessi maður væri örugglega afi hans sem var látinn(þó ekki viss) en ´Guðjón hét hann samkvæmt henni. Ég fussa og sveija yfir því að það sé enginn Guðjón í minni ætt en ég þekki nú reyndar lítið til í ættinni minni þannig að ég mundi spurja mömmu þegar færi gæfist. Líður og bíður og loksinns spyr ég mömmu.. er einhver í ættinni sem heitir Guðjón … ? Hún bregst hin undarlegasta við .. og segir já reyndar .. alvöru faðir minn hét Guðjón, ég ætlaði alltaf að vera búinn að segja þér það ….(Hann dó þegar hún var mjög ung og hafði aldrei sagt mér frá honum )……..


Nú spyr ég .. er hægt að trúa ekki eftir þetta …?

Það er ekki nóg bara að segjast trúa, heldur fyrir hinn þenkjandi mann vekur þetta hafsjó af spurningum sem erfitt er að fá botn í …

Það er líf eftir dauðann!!
Frá Djohnson eli