…ég vildi að þú værir hér…

fætur mínir bogna lítið eitt furðulega
og maginn lætur sem fljúgandi fjaðrakoddi
kitlandi tilfinningin er furðulega heit
og hugur minn tileinkaður þér…
…ég vildi að þú værir hér…

varir mínar kyssa út í autt loftið
og hendur mínar þurfandi þrífa í tómt
mig vantar þín orð og mig vantar þig alla
og að láta mig falla - í faðm hjá þér…
…ég vildi að þú værir hér…

en nú hefur draumur um þig mér ræst
og hugur minn barmafullur af gleði
í háloftum hátt uppi á háfjallatindum
mun ég dvelja ætíð í faðmi þér…
…það er svo gott að hafa þig hér…

…nú dvelur fögnuður í hjarta mér
…og kætin svífur yfir staðinn hér
…því staðurinn sá
…er fullur af þér…

…og loksins hef ég þig hér…


-(ástfanginn)pardus-
;)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.