Hæ ég varð bara að segja ykkur frá þessu, ég og félgara mínir vorum að fara á fyllerí og ákváðum að byrja á því að fá okkur að borða á Fridays og fara svo bara þaðan niður í bæ.
Við komum þarna inn og fengum borð út í horni, við vorum smá hópur og pöntuðum mat og bjór, þjóninn benti okkur á hvort við værum ekki til í að kíkja á koktailana sem þær eru með og þeir eru ekkert smá margir og risastórir, við erum að tala um 700ml glös sem kosta 1250 kall, sem er ekki mikið miðað við að venjulegir kosta á bilinu 1000-1500 niðrí bæ og þeir voru ekkert smá ógeðslega góðir og þrælsterkir, við fórum tveir saman og töluðum við barþjóninn (sem by the way var ekkert smá hress og almennilegur) hvað væri í drykkjunum okkar og ég er ekki að grínast þessir drykkir eru 60-70% áfengi samt fann maður varla bragð af áfenginu, barþjónninn sagði okkur að margir drykkirnir væru búnir að vera í þróun hjá Fridays í 30 ár og þeir notuðu sér mix sem væru búin til einhversstaðar í ameríku.
Svo ætluðum við að panta okkur skot (vorum orðnir ofurölvi) og ætluðum bara að panta okkur þetta venjulega (hot'n sweet, tequila o.s.frv.) en barþjónninn var nú ekki á því, hann bjó til hvert snilldarskotið á fætur öðru, í öllum regnbogans litum og var ekkert að rukka neitt meira fyrir þau, en til að gera langa sögu stutta, þá sátum við þarna inni í 5 klukkutíma og fórum ekki út fyrr en búið var að loka og barþjónninn pantaði fyrir okkur leigubíl.
Við höfum ákveðið það núna að þetta ætlum við að endurtaka einusinni í mánuði hér eftir og hópurinn verður stærri næst!