…doðinn sleikir innanvert hjarta mitt
skjálftinn þýtur upp í heilarætur
hugsanir mínar vaxa nú hægar
og útlimir allir staðna…

…olían streymir um rósar stilk
storknar vökvinn í köldum rótum
krónublöð rauðleit þau kafna og hníga
og þyrnirnir allir linast…

…veikindi valda öll hægari vexti
og athafnir okkar hægjast um stund
blóm dýr menn og guðirnir deyja
þegar mengunin flæðir um lifandi grund…

…þó blómin séu þau einu sem falla…
…mun mengun að lokum drepa okkur alla…


-pardus-


Bara ljóð… hafði ekkert að gera annað í líffræðitíma ;) Lét hugann bara reika og byrjaði að hugsa um mengunina og allt það.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.