Öll korsett sem voru til í byrjun 20. aldar voru mjög öfgafull í laginu. Þau rúmuðu stór brjóst og mjaðmir, en mittið var ofurmjótt.

Þau voru aðallega gerð úr silki eða satíni. Hin svokölluðu “Parisian girdle” var strekkt með hvalbeini (hvernig sem það hefur verið gert) en “Empire” var strekkt með járni. “Empire” þótti auðveldara í notkun og varð því mjög vinsælt. Svo voru til korsett sem voru undir nafninu “heilsukorsett” því þau voru strekkt með reimum og voru því ekki eins strekkt.

Sumar konur gerðu allt til þess að vera sem strekktastar í þessum korsettum. Fallegast var ef þær gátu helst ekki andað og voru eins og bjúgur.

En það sem konurnar sáu ekki var hversu hættuleg korsettin eru. Þær brutu rifbeinin í sér og krömdu oft líffærin, en þær brostu bara og kreistu út úr sér “beauty is pain”

Ég tók þetta úr bók sem ég keypti mér um daginn, mér fannst þetta bara sniðugt dæmi um öfga og duttlunga tískunar. Munið þið eftir einhverjum fleiri sniðugum dæmum?