Sú umræða hefur komið upp hér á huga að deit menning landans sé lítil sem engin. Jæja hvað sem því líður þá eru örugglega nokkrir hér sem luma á fyndinni stefnumótasögu…

Ég get td komið með eina…

Ég var nýbyrjuð með þessum strák (hmm þetta var svona hvolpaást, sem er bara hlægileg, þegar maður hugsar til baka) jæja mig langaði að upplifa svona deitmenningu eins og maður sér í bíómyndunum, og ákvað að slá 2 flugur í einu höggi þegar vinur minn kom með hugmynd að tvöföldu stefnumóti… jæja ég og “kærastinn” og vinur minn, sem við skulum bara kalla Garðar ætlaði að bjóða fyrrverandi kærustu sinni, sem hann hafði eitthvað verið að dútla sér með sumarið áður. En daginn eftir þessa ákvörðum hættum við “kærastinn” saman. Garðar var ekkert lítið svekktur, því hann var farinn að gera sér vonir með þessari fyrrverandi. Hann grátbað mig um að redda mér deiti, svo ég hringdi í frænda minn (ég bý sko út á landi og þekkti fáa í bænum) því ég mundi að hann ætti virkilega myndarlegan vin. Frænda mínum fannst þetta svo sniðugt framtak hjá honum svo hann spurði hvort hann mætti bjóða vinkonu sinni með sem hann var eitthvað heitur fyrir… Ekki málið, ef hann myndi redda vini sínum með. Sama dag og “tvöfalda-tvöfalda stefnumótið” átti að vera, hringdi vinur frænda míns í frænda og sagðist ekki komast. Ég á algjörum bömmer, hafði engan deit, svo ég var farin að vera hrædd um að ég yrði svona 5 hjólið. nokkrum tímum fyrir Stefnumótið, hringdi vinkona frænda og sagðist ekki heldur komast… hmm þannig að það yrðu ég og frændi og Garðar og hans fyrrverandi sem Garðar ætlaði að reyna að komast yfir aftur…þannig að tæknilega séð var ég að fara á deit með frænda mínum ugh!! jæja við fórum, og haldiði að sú fyrrverandi hafi ekki fallið svoleiðis kylliflöt fyrir frændanum og reyndi grimmt við hann svo við Garðar stóðum bara eftir, við tvö, skipuleggjendur tvöfalda stefnumótsins, sem varð á tímabili double-double date, stóðum ein eftir…

eftir þetta hef ég ekki reynt neitt annað en bara venjulegt stefnumót þar sem strákurinn býður og ekkert skipulagt, nema að vissu marki! ;)

endilega ef þið eigið einhverjar skemmtilegar stefnumóta sögur, að deila þeim með okkur! :)

kveðja kvkhamlet (ég veit að það er mikið af slettum í þessari grein, vona bara að þið komist í gegnum hana)