Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 35 ára kvenmaður
1.508 stig

Stopmotion (12 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Veit einhver um forrit (fyrir mac) sem ég get notað í stop motion sem kostar ekkert? Ég var búin að prófa iStopmotion og það var fínt, nema það kostar. Ekki láta ykkur detta í hug að nefna iMovie. Það er bara heimskulegt. Nema fólk haldi að stopmotion og slideshow sé það sama.

Námsleiði (28 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Vá, langt síðan ég hef nöldrað … Þetta er svosem ekkert alvarlegt … Ég ætti eiginlega ekki að eiga rétt á að nöldra, en … Málið er að ég var að útskrifast úr menntaskóla í vor. Voða gaman það. Svo var planið að taka pásu í ár til að hvíla mig á bóknámi, því ég tók menntaskólann á 3 árum og er eiginlega búin að fá nóg í bili. En nei, ég komst hvergi inn. Ég sótti um í þremur lýðháskólum og enginn hleypti mér inn! Jú, í einum fékk ég pláss eftir að vera á biðlista, fékk bréf um það VIKU áður...

Heimatilbúið (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Hefur einhver hérna búið til heimatilbúnar filmur? Ég er að reyna að finna út hvernig er best að gera þetta. Þetta var víst gert áður fyrr með eggjahvítum og smurt á gler og miðað við það sem ég hef lesið mér til um þetta ætti að virka að setja AgCl lausn saman við gelatin (en hægt að nota eggjahvítur) og svo á gler. Vandamálið er að fá AgCl. Ég spurði efnafræðikennarann minn hvar væri mögulegt að fá þetta og hún stakk upp á því að tékka hvort ljósmyndabúðir væru með eitthvað svona. Annars...

Silfurhalíð (42 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Jæja fólk sem er alltaf að sulla einhverjar sprengjur og annað efnafræðisull … Hvar fáið þið efnin í það? Hefur einhver hugmynd um hvar ég get fengið silfurhalíð (ég er ekki viss hvort ég vil frekar silfurklóríð eða silfurbrómíð)? Varla fæst svoleiðis útí búð.

Eyða forritum? (5 álit)

í Apple fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Í vonlausri leit minni að almennilegum office forritum, myndvinnsluforritum og fleiru sem ég tapaði með gömlu tölvunni minni, náði ég að safna saman svo miklu drasli, forritum sem ég nota ekki. Svo mig langaði að fara að taka til. Ég er tiltölulega ný með mac og kann þess vegna ekki alveg á þetta. Ef maður eyðir forriti, þ.e. eyðir fælinum og einhverju drasli sem er með, þá dugir það ekkert, er það nokkuð? Þarf ég ekki að uninstalla? Ég var með forrit sem heitir AppDelete en þegar trialið...

Keppnin (6 álit)

í Ljósmyndun fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Mig langar bara að hrósa þeim sem tóku þátt í keppninni. Besta sem ég hef séð hérna. Til hamingju :) (Ég veit, kjánalegt að gera heilan þráð fyrir þetta, en mig bara langaði)

Áii :/ (27 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Mig langar að væla … Ég finn til! Ég er með sting undir herðablaðinu sem leiðir upp í öxl og niður í hendi. Og þetta skánar ekkert þegar ég slaka á eða neitt þannig, verkurinn breytist bara þannig að ég tek aftur eftir honum. Ég er búin að finna til síðan á laugardaginn :( Og íbúfen virkar ekki … Ég hata þetta … Ég þarf líka að gera tvær skýrslur í efnafræði :/ Bætt við 25. september 2008 - 23:11 Ahh, ég fór til læknis og fékk Voltaren (eða Vóstar-S, sami hluturinn) svo nú get ég dópað mig...

Hvaða forrit? (3 álit)

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Hvaða forrit er best að nota til að horfa á video í mac? T.d. bíómyndir og þætti. Ég er búin að vera að nota VLC en einhverra hluta vegna er eins og það hverfi alltaf, ég er með iconinn í dockinu og svo ef ég ýti á hann kemur bara spurningarmerki. Þetta gerðist fyrst um daginn og ég downloadaði honum bara aftur. En svo, eftir að hafa horft á eina mynd, kom spurningamerkið aftur þegar ég ætlaði að opna hann. Ég henti ekki neinu merkilegu, ég hefði tekið eftir því, þetta bara gerist upp úr...

Vandræði með flakkara (5 álit)

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég hef lent í því með tvo flakkara og einn minnislykil að það er eins og þeir séu læstir þegar ég reyni að opna í minni tölvu (macbook með mac os x) en þeir eru það ekki í öðrum tölvum. Það kemur semsagt að þeir séu read only. Veit einhver hvort þetta eru einhverjar stillingar í tölvunni minni eða hvort þetta sé bara eitthvað vesen með að nota á milli stýrikerfa, þetta hefur allt verið mest notað í windows tölvu. Samt á ég flakkara (sem ég notaði með windows) og það er ekkert mál með hann.

Bækur í lífefnafræði (4 álit)

í Skóli fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Veit einhver hvernig er hægt að fá notaðar bækur fyrir háskóla? Er það yfirleitt hægt? Selur fólk bækurnar? Allavega, mig vantar bækur fyrir fyrsta ár í lífefnafræði, ef þið vitið um einhvern sem er að selja þær.

Stundatöflur í HÍ (7 álit)

í Skóli fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ég er að fara í lífefnafræði og er komin með stundatöfluna inn á uglu, en hún lítur ekkert eins út og sú sem var sett á síðu deildarinnar. http://www.hi.is/deild/verk/stundat/haust/leidir/lef1.HTM Það eru helmingi fleiri tímar á þessari. Hefur einhver hugmynd um af hverju? Svo er það hvenær ég byrja. Hverju á ég að treysta? Hvar get ég fengið að vita pottþétt hvenær ég á að byrja? Það stendur mismunandi eftir því hvort ég kíki á kennsluskrána eða yfirlitið á HÍ síðunni eða hvort ég fer eftir uglunni.

Að leigja (17 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ég er að fara í HÍ í haust og ég bý úti á landi svo núna verð ég að finna mér íbúð. Ég kann ekkert á þetta svo mér datt í hug hvort einhver hérna gæti sagt mér eitthvað - hvar er best að leita að íbúðum og eitthvað fleira … Ég er á biðlista hjá stúdentagörðum og hjá Keili en sé ekki fram á að fá íbúð strax þar. Er búin að vera að skoða íbúðir í smáauglýsingum, en finn ekkert margt sem ég sé fram á að geta borgað … Er reyndar með meðleigjanda svo það er aðeins skárra. Veit einhver eitthvað um...

Neglur (19 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ég hef alltaf verið með neglur sem verða langar og þær eru frekar sterkar. Svo um daginn var ég ekki búin að klippa neglurnar og þær byrjuðu að brotna. Síðan þá brotna þær stanslaust eða beyglast (fara eiginlega á rönguna, virkilega vont) þótt þær séu eins stuttar og hægt er. Þær eru farnar að rifna langt fram yfir þar sem skinnið festist við undir nöglunum (þær gera það ekki venjulega). Vantar mig einhver vítamín eða eitthvað? Af hverju gerist þetta svona allt í einu? Ég var að skipta um...

Álit annarra (23 álit)

í Skóli fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Fóru einhverjir hérna í inntökupróf í læknadeild í HÍ? Veit einhver hvenær svörin verða send? Ég er farin að hafa áhyggjur af þessu, þarf að vita hvort ég komst inn svo ég geti ákveðið hvað ég ætla að gera í haust … En önnur spurning, bara til allra sem misstu ekki athyglina á fyrri :P Ég útskrifaðist ári á undan flestum vinum mínum og ætlaði að eyða næsta ári í eitthvað skemmtilegt (ætlaði í lýðháskóla en komst ekki inn :/). Ég hefði getað fengið nýnemastyrk í HÍ ef ég hefði ekki verið sein...

Stop-motion (13 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég veit ekkert hvort ég er að pirra alla hérna með spurningu sem hefur komið milljón sinnum áður :) … en allavega, ég er með spurningu. Ég er búin að vera í einhvern tíma mikið í ljósmyndun og er búin að átta mig á að videolistin er eiginlega svona næsta listform fyrir mig, langar að prófa eitthvað nýtt og þetta er það sem er mest spennandi. Ég á enga videovél, en ég á myndavél, svo ég ætla að prófa að gera stop-motion. Ég prófaði um daginn að gera eina sem ég setti saman í Adobe ImageReady...

STÆ203, ÍSL103, ÍSL203 (35 álit)

í Skóli fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Getur einhver sagt mér efnið í þessum áföngum? Helst í stærðfræðinni miðað við stærðfræði 3000 bækurnar. Ef einhver á þá bók fyrir STÆ 203 væri vel þegið að fá að vita bara hvað kaflarnir heita. Þarf að tékka hvort ég kann þetta allt. Er eitthvað annað í íslensku 103 og 203 en bara málfræði sem maður lærir? Bætt við 5. júní 2008 - 18:20 Hvað eru eintæk, átæk, gagntæk og oddstæð föll? (og var eitthvað fleira þegar var verið að tala um oddstæð?)

Access is denied (5 álit)

í Windows fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Ég er búin að vera í vandræðum með tölvuna mína. Hún hrundi um daginn (allt varð svart en samt kveikt á henni, þegar ég reyni að restarta komst hún aldrei gegnum startupið, byrjaði bara alltaf upp á nýtt, líka í safe mode). Er búin að reyna eitthvað repair með diski sem fylgdi með tölvunni (veit samt ekki nákvæmlega hvað það var, vinur minn gerði það). Ég er samt eiginlega búin að gefast upp á að laga tölvuna, vil bara ná í gögnin af henni. Núna er ég búin að fá flakkara hýsingu og setja...

Bráðabirgðaökuskírteini (6 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Frekar undarleg spurning kannski, en ég læt samt vaða. Á einhver hérna bráðabirgðaökuskírteini (svona blað sem maður fær meðan verið er að búa til bleika dótið fyrir mann) og skanna og er til í að skanna það inn fyrir mig? Ég er að gera smá djók, tek auðvitað út nafn og mynd og allt það og set annað í staðinn. Mig vantar bara formið. Ég er búin að vera að leita að svona úti um allt og finn engann sem á þetta ennþá. Sendið mér bara einkaskilaboð ef þið nennið þessu :)

Upphleyptir fæðingablettir (7 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Ég er svona manneskja sem fær fullt af fæðingablettum og það eru alltaf að koma nýir, en hingað til hafa þeir allir verið alveg flatir (nema einn, sem er alltaf eins, sem á að vera í lagi, er það ekki?). Svo allt í einu var ég að taka eftir því að einn af þeim stærri er byrjaður að verða upphleyptur og svo er ég búin að finna 2-3 í viðbót sem eru líka orðnir upphleyptir. Er það ekki frekar grunsamlegt að þeir verði allir upphleyptir í einu? Veit einhver af hverju þetta gerist? Ég hef alltaf...

Ormahreinsun (2 álit)

í Hundar fyrir 16 árum, 1 mánuði
Hundurinn minn fór í ormahreinsun í morgun. Síðan fór hann í tvo frekar langa göngutúra og þegar hann kom heim fór hann að æla. Ældi nokkrum sinnum og var frekar slappur. Honum virðist ekki líða vel. Haldið þið að þetta sé eðlilegt eftir ormahreinsunina eða hvað? Á ég að hafa áhyggjur?

Textar (3 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég er að fara að gera verkefni í listaáfanga þar sem ég á að velja texta og taka 8 mynda seríu við hann. Mig langar að nota íslenskan texta en þekki eiginlega ekki marga, engan sem mér dettur í hug sem ég gæti notað. Ég er þannig að ég hlusta yfirleitt ekki á textana í lögum heldur tónlistina. Dettur ykkur eitthvað í hug? Eitthvað myndrænt. Eða bara uppáhalds textinn ykkar? :)

Enskutími (103 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Ég er svo pirruð út í enskukennarann minn að mig langar að fara að gráta. Í fyrsta lagi er hún frá Austur-Evrópu. Hún er með undarlegan hreim, getur ekki borið fram nema örfá orð og ég skil oft ekki orð af því sem hún segir. Hún skilur ekki heldur nemendurna heldur skáldar bara það sem við segjum. Ef ég spyr hana að einhverju svarar hún ekki spurningunni, heldur svarar bara út í loftið um efnið. Hún tekur líka fyrir ákveðna nemendur og spyr að öllu. Ég þoli ekki þegar kennarar gera það. Það...

Einfaldar uppskriftir (5 álit)

í Matargerð fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Vitið þið um eitthvað einfalt og gott, sem er hægt að gera án þess að hafa bakaraofn (er með eldavél)? Þarf helst að vera einfalt og ódýrt og helst ekki úr hráefnum sem geymast illa eða notast lítið. Semsagt, ég vil geta keypt allt áður en ég elda og ekki þurfa að geyma afganginn. Ég er á heimavist og hef þess vegna takmarkað pláss eða not fyrir afganga :P Endilega segið allt sem ykkur dettur í hug. Ég veit að ég hefði átt að leita í gömlum þráðum og greinum áður en ég spurði, en ég bara...

Brrrr ... (109 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Mér er kalt! Mér er búið að vera kalt nánast stanslaust í 2-3 vikur! Ég get ekki hækkað of mikið á ofnunum eða sleppt því að opna glugga því þá kemur of þungt loft og herbergisfélagar mínir eru ekki eins sáttir við það og ég. Ég er farin að sofa í tvöföldum náttbuxum, með 2 auka teppi og í tvöföldum ullarsokkum. Annað hvort er ég farin að þola kulda miklu verr en áður eða þá að það verður bara miklu kaldara í mínu rúmi en hinum í herberginu. Ég þoli ekki Ísland á veturna :( Og meira væl: Ég...

Sprungnar æðar (15 álit)

í Heilsa fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Mig er búið að klæja og svona eiginlega svíða í augnkrókinn (alveg við nefið, heitir það ekki augnkrókur?). Svo kíkti ég í spegil áðan og sá að það eru fullt af sprungnum æðum á þessum stað. Af hverju gerist þetta? Springa æðarnar bara upp úr þurru? Venjulega sé ég þetta bara þegar ég er búin að vera með linsur eða er mjög þreytt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok