Ég hef lent í því með tvo flakkara og einn minnislykil að það er eins og þeir séu læstir þegar ég reyni að opna í minni tölvu (macbook með mac os x) en þeir eru það ekki í öðrum tölvum. Það kemur semsagt að þeir séu read only.

Veit einhver hvort þetta eru einhverjar stillingar í tölvunni minni eða hvort þetta sé bara eitthvað vesen með að nota á milli stýrikerfa, þetta hefur allt verið mest notað í windows tölvu.

Samt á ég flakkara (sem ég notaði með windows) og það er ekkert mál með hann.