Fóru einhverjir hérna í inntökupróf í læknadeild í HÍ? Veit einhver hvenær svörin verða send? Ég er farin að hafa áhyggjur af þessu, þarf að vita hvort ég komst inn svo ég geti ákveðið hvað ég ætla að gera í haust …

En önnur spurning, bara til allra sem misstu ekki athyglina á fyrri :P
Ég útskrifaðist ári á undan flestum vinum mínum og ætlaði að eyða næsta ári í eitthvað skemmtilegt (ætlaði í lýðháskóla en komst ekki inn :/). Ég hefði getað fengið nýnemastyrk í HÍ ef ég hefði ekki verið sein að sækja um og get örugglega fengið hann á næsta ári (útskrifaðist með 9,2 í meðaleinkunn).

Ef ég kemst inn í læknisfræði, ætti ég að fara í háskóla í haust eða ætti ég að taka árs frí í að vinna og ferðast og reyna að fá styrk á næsta ári? Ég veit að þetta er eitthvað sem ég þarf að ákveða sjálf, en mig langar bara að heyra álit annarra, hlutlaust álit. Vinir mínir reyna bara að sannfæra mig um að vera á sama stað á landinu og þau :P