Mér er kalt! Mér er búið að vera kalt nánast stanslaust í 2-3 vikur!

Ég get ekki hækkað of mikið á ofnunum eða sleppt því að opna glugga því þá kemur of þungt loft og herbergisfélagar mínir eru ekki eins sáttir við það og ég. Ég er farin að sofa í tvöföldum náttbuxum, með 2 auka teppi og í tvöföldum ullarsokkum. Annað hvort er ég farin að þola kulda miklu verr en áður eða þá að það verður bara miklu kaldara í mínu rúmi en hinum í herberginu.

Ég þoli ekki Ísland á veturna :(

Og meira væl: Ég þarf að velja milli vina minna um næstu helgi. Annað hvort að hitta vinkonu mína í síðasta skipti áður en hún fer út í heilt ár eða hjálpa vini mínum með svolítið mikilvægt sem ég var búin að lofa fyrir löngu. Frekar slæmt að þurfa að velja :( Og það er 3 klst. akstur á milli þeirra. Ég þarf líka að læra fyrir 2 próf og gera 3 verkefni fyrir mánudaginn. Ég hata þegar hlutirnir safnast allir upp á sama daginn :/

Jæja, þá er ég búin að nöldra minn skammt …