Ég er að fara í HÍ í haust og ég bý úti á landi svo núna verð ég að finna mér íbúð. Ég kann ekkert á þetta svo mér datt í hug hvort einhver hérna gæti sagt mér eitthvað - hvar er best að leita að íbúðum og eitthvað fleira … Ég er á biðlista hjá stúdentagörðum og hjá Keili en sé ekki fram á að fá íbúð strax þar. Er búin að vera að skoða íbúðir í smáauglýsingum, en finn ekkert margt sem ég sé fram á að geta borgað … Er reyndar með meðleigjanda svo það er aðeins skárra.

Veit einhver eitthvað um húsaleigubætur?

Það er örugglega hálfgagnslaust að spyrja hérna, en kannski lumar einhver á einhverjum fróðleik handa mér :)