Vá, langt síðan ég hef nöldrað …

Þetta er svosem ekkert alvarlegt … Ég ætti eiginlega ekki að eiga rétt á að nöldra, en …

Málið er að ég var að útskrifast úr menntaskóla í vor. Voða gaman það. Svo var planið að taka pásu í ár til að hvíla mig á bóknámi, því ég tók menntaskólann á 3 árum og er eiginlega búin að fá nóg í bili.

En nei, ég komst hvergi inn. Ég sótti um í þremur lýðháskólum og enginn hleypti mér inn! Jú, í einum fékk ég pláss eftir að vera á biðlista, fékk bréf um það VIKU áður en skólinn átti að byrja, rétt eftir að ég var búin að borga fyrir háskólanámið. Svo nei, það gekk ekki.

Núna er ég í háskóla, nördinn ég geri ekki annað en skrópa og sofa í tímum. Ég tek það fram að í menntaskóla var ég með 9,2 í meðaleinkunn, skrópaði aldrei, dúxaði … Svo núna er ég bara búin að fá nóg.

Mig langar að vinna, en ekki séns að ég fái góða vinnu eins og ástandið er í dag. Eini sénsinn fyrir mig er að annað hvort halda áfram í háskóla, fá námslán og vera skuldug restina af lífi mínu, eða þá einhvernveginn fara til útlanda að vinna eða í skóla.

Ég er bara svo þreytt á þessu. Er krónískt þreytt … Er alltaf að gera skýrslur fram á nótt og hanga á fyrirlestrum og í verklegum tímum allan daginn. Ég get þetta ekki lengur :/ Ég vil pásuna mína!

Ég öfunda fólk sem fór út sem skiptinemi, fór í heimsreisu, fór í lýðháskóla … Það bara virðist ómögulegt fyrir mig að gera allt þetta!



Svo er líka kalt úti :(