Ég er búin að vera í vandræðum með tölvuna mína. Hún hrundi um daginn (allt varð svart en samt kveikt á henni, þegar ég reyni að restarta komst hún aldrei gegnum startupið, byrjaði bara alltaf upp á nýtt, líka í safe mode). Er búin að reyna eitthvað repair með diski sem fylgdi með tölvunni (veit samt ekki nákvæmlega hvað það var, vinur minn gerði það). Ég er samt eiginlega búin að gefast upp á að laga tölvuna, vil bara ná í gögnin af henni.

Núna er ég búin að fá flakkara hýsingu og setja harða diskinn í og get séð allt sem var á tölvunni (semsagt með harða diskinn tengdan við aðra tölvu), nema ég get ekki opnað möppuna fyrir minn account í Documents and settings. Þar er allt sem mig vantaði úr tölvunni, það sem ég geymdi á desktoppnum. Það kemur alltaf upp “E:\blabla is not accessible. Access is denied.”

Veit einhver hvað er að og hvað ég get gert?


(Fyrirgefið ef þetta er vitlaus staður fyrir þetta)