Ég hef alltaf verið með neglur sem verða langar og þær eru frekar sterkar. Svo um daginn var ég ekki búin að klippa neglurnar og þær byrjuðu að brotna. Síðan þá brotna þær stanslaust eða beyglast (fara eiginlega á rönguna, virkilega vont) þótt þær séu eins stuttar og hægt er. Þær eru farnar að rifna langt fram yfir þar sem skinnið festist við undir nöglunum (þær gera það ekki venjulega).

Vantar mig einhver vítamín eða eitthvað? Af hverju gerist þetta svona allt í einu? Ég var að skipta um matarræði, ég borða alltaf á hótelinu sem ég vinn á og fæ óvenjulega mikið af grænmeti og ávöxtum, en ég hélt að það væri bara betra.

Þetta er eiginlega farið að verða vandamál því þetta truflar mig í vinnunni …