Í vonlausri leit minni að almennilegum office forritum, myndvinnsluforritum og fleiru sem ég tapaði með gömlu tölvunni minni, náði ég að safna saman svo miklu drasli, forritum sem ég nota ekki. Svo mig langaði að fara að taka til.

Ég er tiltölulega ný með mac og kann þess vegna ekki alveg á þetta. Ef maður eyðir forriti, þ.e. eyðir fælinum og einhverju drasli sem er með, þá dugir það ekkert, er það nokkuð? Þarf ég ekki að uninstalla?

Ég var með forrit sem heitir AppDelete en þegar trialið kláraðist (eftir 2-3 forrit eða eitthvað) get ég ekki séð hvar er hægt að setja serial key inn (kemur bara að það þurfi og svo hægt að ýta á takka til að fara á síðuna þeirra). Hvað þá að ég þori að fá mér serial key.

Er ekki eitthvað ókeypis forrit sem gerir þetta?