Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Be-bob

í Jazz og blús fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Mér finnst út af fyrir sig frábært að strákur á þínum aldri skuli vera að spá í þessa tónlist, en ég hef á tilfinningunni að þú sért ekki alveg að fara með rétt mál þegar þú tengir þetta svona sterkt Suður Ameríku og Kúbu. Auðvitað eru afríkönsk áhrif í allri þessari svörtu tónlist, en í klassískum amerískum jassi er maður kominn ansi langt frá þeim uppruna. Eins og ég skil be-bop, þá er það stefna út úr þeim geira. Ég leitaði á netinu að skilgreiningu á be-bop og rakst m.a. á þetta: “A...

Re: Dauðinn, sjálfið og tilveran

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“Þú trúir ekki á líf eftir dauðann. En samt sem áður trúir þú á “eitthvað” eftir dauðann. Ég sá ekki betur á skrifum þínum en svo að þú tryðir því að eftir dauðan færu allar áhyggjur á vit veraldar, maður fengi loksins frið. Í þessum orðum hlýtur að felast viðurkenningu á varðveislu sjálfsins umfram ævilengdina, því að ef sjálf þitt tortímdist á dauðastundinni þá fengiru aldrei frið, áhyggjurnar fengju aldrei að hverfa.” Dauður og ekki líf eftir dauðan hlýtur að þýða að þú sért laus við...

Re: Unglingar? óþolandi gelgjur eða manneskjur?

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég var einu sinni unglingur, orðið helvíti langt síðan. Ég men ekkert eftir þessum óskaplegu vandræðum með fullorðna fólkið. Ég er e.t.v. bara búinn að gleyma þessum hörmungum. Ég get þó sagt ykkur eitt til huggunnar: Þetta gengur óskaplega fljótt yfir, og áður en þið vitið af verðið þið orðin fullorðin og farin að þjást af fordómum í garð unglinga. Njótið æskunnar á meðan hún varir og reynið að sjá það jákvæða. Kveðja, Bossanova

Re: Vinir eða ekki?

í Rómantík fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Mér finnst ég lesa á milli línanna að þú sért ástfanginn af þessri stúlku. Ef þú finnur að þú sért búinn að glata henni sem ástinni þinni, þá áttu að láta hana róa. Þú ert ekki að gera þér neitt gagn með því að reyna að halda í hana sem vin. Um leið og ást er komin í spilið, getið þið ekki verið vinir. Það eina sem þú hefur upp úr því er að lengja kvölina og hindra sjálfan þig í að halda áfram með tilveruna. Ég lenti sjálfur í því, eins og svo margir, að verða ofslega ástfanginn, og smá...

Re: Jóla-Bröltið...

í Hátíðir fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Minnstu ekki á þennan andskota ógrátandi! Þetta er fáránlegur skrípaleikur og della! Ég kvíði fyrir hverjum jólum og er svo hálft árið að jafna mig. Maður er bara gersamlega bjargarlaus og verður bara að spila með, annars er maður dæmdur illmenni og skepna og settur út af sakramentinu. Auðvitað geri ég mitt besta til að reyna að vera með, en ég get aldrei horft fram hjá fáránleikanum í þessu öllu saman. Gott dæmi er andskotans grenitréð, sem þú lýsir svo ágætlega. Maður verður einfaldlega að...

Re: Keikó dáinn

í Gæludýr fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Loksins er þessum fáránlega ameríska skrípaleik lokið! Mér hefur alltaf fundist það fíflalegt að Íslendingar, sem eru hvalveiðiþjóð og lifa á að nýta auðlindir hafsins, hafi tekið þátt í þessari djöfuls vitleysu. Þegar okkur barst fyrirspurn um það hvort flytja mætti þetta kvikindi til Íslands áttum við að segja að það væri velkomið, en að við myndum sennilega skjóta hann og éta hann. Svo er mér fullkomlega óskiljanlegt hvernig þér getur þótt vænt um kvikindið og hvernig á því stendur að þú...

Re: Besta diskur allra tíma !

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er alveg stórmerkilegt fyrirbrygði að fólk skuli svona oft telja sér trú um að uppáhaldstónlistarmenn þess séu bestu tónlistarmenn í heimi! Og að uppáhlaldsdiskurinn/platan sé besti diskur í heimi! Þetta er bara fáránleg della!

Re: Hvað er synd?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mér finnst þetta skemmtilegar pælingar, en ég er ekki viss um að ég skilji alveg hvað þú ert að fara. Þú segir í lokin “Það merkilega við þetta er að þessi ”ómennska hegðun“ að geta fyrirgefið í það óendanlega í fullkomnum kærleika, er ekki óraunveruleg”. Fyrir mér er þetta einmitt fullkomlega óraunverulegt! Mér finnst þessi útlistun þín á kræleika líka dálítið merkileg. Eins og þú lýsir honum er um að ræða fullkomið tilfinningaleysi. Fyrir mér er kærleikur einhversskonar tilfinningalegt...

Re: Spegillinn

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þar fór í verra, við erum bara sammála og ekki ástæða til að munnhöggvast frekar! Það sem er að með þessa ágætu menn sem þú nefnir, Davíð og co, er að þeir eru búnir að vera svo lengi við völd að þeim er farið að finnast það sjálfsagt. Persónulega hallast ég dálítið til hægri, þó að ég sé bara réttur og sléttur fátæklingur. En þó að ég standi e.t.v. hægra megin við miðjuna, þá er ég samt sannfærður um að í raun er ég einhver útgáfa af jafnaðarmanni eins og flestir íslendinar. Það er...

Re: Spegillinn

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég held að staðreynd málsins sé sú að við búum í sosíaldemokratísku samfélagi. Hér ríkir heilmikil vinstri stefna, þó svo að hún hafi verið að víkja töluvert fyrir hægri hugsunarhætti í seinni tíð. Það er ekki ýkja langt síðan við bjuggum allt að því við sovjetkommúnisma. Þá var allt bannað og hagur fólks engan vegin sá sem hann er í dag. Ég held að þjóðin hafi aldrei haft það eins gott og núna, hvort sem það er afleiðing af þessari hægri sveiflu, eða bara vegna hagstæðra utanaðkomandi...

Re: Spegillinn

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ibbets, Hvernig geturðu haldið fram að þetta sé ágætisgrein þegar þú skilur hana ekki? Ég stórefast um að þú myndir heldur skilja hana eitthvað betur þó að það væru í henni geinaskil. Auk þess fæ ekki séð að það sé neitt að kommusetningunni.

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Eaue, Ég þakka fyrir svarið, en verð að viðurkenna að mér tókst að sjá dálítinn brodd í því. Kanske er ég bara paranoid eins og við erum sjálfsagt margir eftir áratuga árásir kvenna. Mér finnst þú málefnaleg og allt sem þú segir er í rauninni í himnalagi. Mig langar samt að útskýra aðeins fyrir þér hvernig mér líður, og ég veit að ég er bara einn af mörgum. Ég verð fimmtugur næsta sumar, semsé orðinn hundgamall á mælikvarða flestra sem eru að skrifa hér á Huga, en það þýðir líka að ég er...

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég held að þú sért í rauninni að lýsa tilfinningum margra karla. Málið er að ég er t.d. gersamlega að verða geðveikur á öllu þessu kvenna þetta og kvenna hitt; kvenna bankar, kvennahlaup, kvensjúkdómar, kvennaguð, kvennakirkja…………..! Þetta tröllríður öllum fjölmiðlum sundur og saman og er búið að gera það í nokkra áratugi! Ef eitthvað er, þá er þetta enn að sækja í sig verðrið. Okkur karlmönnum er kennt um allt! Ég held að málið sé einfaldlega það, að það er löngu kominn tími til að við...

Re: Geimverur........

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ef þú kynnir þér þessar hugmyndir um ormagöng dálítið betur, þá munt þú sjá að þó að slík fyrirbrygði séu FRÆÐILEGA, HUGSANLEGA möguleg, þá er ekki þar með sagt að að hlutir geti farið um þau í heilu lagi. Efni, eða orka gæti farið um þau, en það er semsagt ekki gefið að t.d. mannslíkami, og jafnvel geimfar með mannslíkama innanborðs, geti ferðast í gegn í heilu lagi. Hvað varðar samskipti okkar og hugsanlegra geimvera, þá finnst mér ekki líklegt að þau geti verið vinsamleg. Í fyrsta lagi...

Re: The colored man

í Vísindi fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Sólarljósið er hvítt fyrir okkur, vegna þess að við erum búin að þróast í sólarljósinu um ómunatíð, eða frá því að forfeður okkar voru örverur. Allir hlutir birtast okkur með sólarljósið sem viðmiðun. Það er, eins og þú réttilega bendir á, blanda allra lita sem við erum fær um að skynja. Eins er með húðlitinn. Við hvítu mennirnir erum ekki hvítir. Við erum einhvernvegin drullubleikir. En okkar húðlitur er okkar viðmiðun. Allur húðlitur sem er verulega frábrugðinn okkar eigin, er ÖÐRUVÍSI á...

Re: Hvers vegna eru svona fáar stelpur í hljómsveitum?

í Íslensk Tónlist fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég er alveg sammála þér. Ég var að hugsa á þessum sömu nótum þegar ég skrifaði mitt innlegg. Mér þætti gaman að vita hvernig færi í stjórnmálum ef konur hætta að fá sérstakan stuðning. Hugsanlega er þessi breyting komin til að vera og hugsanlega kemur sá dagur að ekki þarf að beyta jákvæðri mismunun til að fá konur til að taka virkan þátt í hlutunum. Ég held að það sé líka rétt hjá þér að stelpur hafa yfirleitt allt aðra afstöðu til tónlistar en strákar. Ég hef t.d. tekið eftir þessu hjá...

Re: Kim-bækurnar

í Bækur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mér finnst stórsniðugt ef það er enn ungt fólk að lesa þessar bækur! Ég las þetta allt saman mörgum sinnum og fannst þær alveg frábærar. Það er reyndar orðið mjög langt síðan ég las þær síðast, en mér fannst m.a. gaman að þvi hve auðlesnar þær eru. Maður komst auðveldlega yfir að lesa þær allar á einni helgi ef maður var duglegur og las fram á nótt.

Re: Grundvöllur rauntalna

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég hef ekki lagst neitt djúpt í stærðfræðilegar pælingar, en ég hef alltaf gaman af að lesa áhugaverðar greinar og fróðleik þegar slíkt dettur inn á borðið til mín. Mér finnst gagnlegt að lesa allskonar fróðleik, þó svo að ég skilji ekki til hlýtar það sem ég les. Það gerir það að verkum að ég fæ sæmilega yfirborðsþekkingu, sem veldur því að ég fæ einhverja tilfinningu fyrir því hvað er að gerast í vísindaheiminum. Mér finnst þetta áhugaverðar pælingar, en ég fæ á tilfinningna að þú sért að...

Re: "mellufær" trommari óskast

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mitt vandamál er að ég er orðinn svo helvíti gamall, en mig dreplangar að spila með einhverjum. Ég er til þess að gera nýr og á margt ólært, en orðinn skítsæmilegur. Væri alveg til í eitt jam ef þið þorið. Vinur sonar míns er búinn að prima mig dálítið í Metallicu, en mér gengur best með blús. Ég segi eins og 11 ára guttinn: ekki dæma mig af aldrinum!

Re: Hvers vegna eru svona fáar stelpur í hljómsveitum?

í Íslensk Tónlist fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þegar ég var búinn að ýta á takkann og senda þetta sá ég að ég myndi fá skammir fyrir þessa framsetningu. Auðvitað dettur mér ekki í hug að það sé þessi hugsun sem rekur stráka af stað í að spila á hljóðfæri og fara í hljómsveit. Ég er meira að reyna að segja að þetta spili stóran þátt í undirmeðvitundinni, -sé hluti af því að vera karlmaður, -m.ö.o. macho-atferli. Það er svo margt sem við gerum sem er hluti af kynhegðuninni, þó svo að það komi ekki fram sem meðvitaðar hugsanir eða...

Re: Hvers vegna eru svona fáar stelpur í hljómsveitum?

í Íslensk Tónlist fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér líka. Mér finnst stórmerkilegt hvers vegna stelpur spila ekki meira á hljóðfæri í hljómsveitum sem spila dægurlög, rokk, popp, eða þess háttar. Það ber meira á þeim í klassískri tónlist. Ég fæ mig samt ekki til að trúa því að það sé vegna einhvers strákasamsæris, eða vegna einræðistilburða karla. Stelpur eru um það bil jafn margar og strákar, þannig að þær ættu ekki að þurfa á því að halda að fá náðarsamlegast pláss í böndum sem er stjórnað af...

Re: Michael Jackson - Barnaníðingur ?

í Popptónlist fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Náunginn er kolruglaður, það er augljós staðreynd. Hver gæti verið búinn að lifa lífi eins og hans og verið sæmilega normal í kollinum? Það er orðið staðfest að gaurinn var beittur obeldi í æsku og það gerir menn ekki að dýrlingum. Slíkt skemmir fólk. Ég trúi heldur ekki að til sé kynlaust fólk, en það er nokkuð sem mér finnst hann hafa látið í veðri vaka í gegn um tíðina, eða þangað til fyrsta barnanýðingsmálið komst í hámæli. Þá dreif hann í að flikka upp á ímynd sína með því að giftast...

Re: Minnkandi þörf fyrir trú

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
“Hver væri tilgangurinn með að vera hér ef að ekkert meira er svo til?” Já, hver er hann? Segðu mér það! Af hverju er það sjálfgefið að það sé einhver tilgangur með þessu öllu saman? Ef við gefum okkur að það sé yfirleitt tilgangur, hver ákvað þá hver tilgangurinn ætti að vera? Þessi Guð? Enn og aftur spyr ég: hvað er þetta fyrirbæri, Guð, eiginlega? Kveðja, Bossanova

Re: Nærföt unglingsstúlkna, hef ekkert á móti þeim.

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég var ekki að alhæfa um neitt. Málið er bara það, að þessi umræða sem er búin að vera í gangi um G-strenginn er til komin vegna þess hvernig sumar stúlkur klæða sig. Ef það væri ekki í tísku að vera með buxurnar niðri á rasskinnum og láta nærbuxurnar standa uppúr, þá væri enginn að hneikslast á þeim sem ganga í G-streng. Það er einmitt vegna þess sem ég gerði að umræðuefni í svarinu mínu, sem þessi umræða er yfirleitt í gangi. Þó að ÞÚ sért e.t.v. alrei þannig klædd að það sjáist næstum upp...

Re: Trúleysi

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hvað er þetta Guð? Hvernig getur maður trúað á eitthvað sem er svona gersamlega óskilgreint? Það er t.d. augljóst þegar maður les Biblíuna að Guð er sköpunarverk manna og og skapaður í manns mynd. Hann á að vera upphaf alls, orsök alls, og skapari alheimsins. Samt hefur hann alla eiginleika manna. Hann verður spældur, hann verður afbrýðisamur, hann langar í hitt og þetta, hann vill að sér séu færðar brennifórnir, hann vill að fólk tilbiðji sig, hann vill að við dýrkum sig, hann vill að við...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok