Ég hef séð hér á huga á nokkrum stöðum umræðu um trú og um hvort það sé til eitthvað afl sem heitir guð, allah, jahve, jehova eða hvað sem fólk vill kalla það. Ég ákvað að setja aðeins niður mínar skoðanir á þessu málefni.

Ég ætla að byrja á yfirlýsingu, ég er það sem flestir vilja kalla ‘trúleysingi’. Mér finnst þetta orð reyndar lýsa þessu illa því ég vil meina að trú komi þessu ekkert við hjá mér. Annaðhvort er guð(javhe allah…) til eða ekki. Ég get trúað eða ekki trúað ýmsu. Ég get t.d. annaðhvorti trúi eða ekki trúi litla bróðir mínum þegar hann segist ekki hafa tekið geislaspilarann minn. En hvort að eitthvað sé til eða ekki snýst ekki um trú, það snýst um staðreyndir.

Ég hef ekki séð ein einustu rök fyrir því að guð sé til, ekki ein. Þið getið bent mér á hversu margir trúa því og ég segi að það skipti ekki máli, einu sinni var það álitin geðveiki að halda því fram að jörðin væri ekki flöt. Hvað breytti því? Jú menn einfaldlega sýndu fram á með staðreyndum og tækni að hún er ekki flöt. En samt sem áður eru til samtök sem heita ‘Flat earth society’ sem TRÚA því að jörðin sé flöt. Ef jafn margir væru í þeim samtökum og trúa á guð, hefðu þeir þá rétt fyrir sér?

Þessi rök að ef einhver trúir að eitthvað sé svona eða hinsegin þá er það þannig fyrir honum og ég verði að virða það eru líka fáránleg. Ef einhver labbar upp að mér og segir að hann trúi því að tunglið sé úr norskum geitaosti þá hvorki er það þannig fyrir honum né ber mér skylda til þess að virða það. Við VITUM að tunglið er ekki úr norskum geitaosti, sama hvort einhver TRÚIR því eða ekki.

Ég aftur á móti hef ekkert á móti trúuðu fólki(svo lengi sem trú er ekki notuð sem afsökun fyrir hlutum sem mér eru mótfallnir, sbr. stríð) og hef mjög gaman af því að skoða mismunandi trúarbrögð og pæla í þeim. Og ég skil alveg hvaðan trúin kemur og hvernig hún verður til. Áður fyrr var þetta nánast eina og besta útskýringin fyrir mörgum hlutum. Við lifum aftur á móti á tímum þar sem við getum sýnt fram á að nánast allir hlutir eigi sér eðilegar náttúrulegar útskýringar. Við VITUM t.d. hvernig jörðin myndaðist, sama þótt einhverjir TRÚI því að guð hafi skapað hana.

Útaf þessari auknu þekkingu hefur sönnunarbyrðin snúist við, nú þegar fundist hafa útskýringar á svo mörgu sem guð var áður aðalástæðan fyrir þarf trúin og trúaðir að sanna að guð sé til. Þetta aftur á móti neita trúaðir nánast allir að gera. Þeirra rök eru oftast að önnur lögmál gildi um trú heldur en aðra hluti. Þetta er jafn hrokafullt og það er vitlaust.

Svo er auðvitað til hópurinn sem er kannski ekkert svo trúaður, fer voða lítið eða ekkert í kirkju, biður aldrei nema þegar eitthvað er að og hugsar almennt aldrei um þessa hluti. Þeir vilja samt áfram kalla sig trúaða ‘svona til öryggis’. Þetta finnst mér svo fáránlegt að ég get varla lýst því. Segjum sem svo að gegn öllum líkindum þá sé til guð, og að það sé nóg að stunda sína trú eins og þetta fólk til að komast til ‘himnaríkis’, ég persónulega myndi ekki vilja hafa svoleiðis guð.

Svo er auðvitað einn hlutur sem ég verð að minnast á. Það er þessi þörf trúaðra til að klína þröngsýnum gildum og skoðunum í umræður um alla hluti sem eru umdeildir, t.d. fóstureyðingar, líknardráp og dauðarefsingar. Þessir hlutir eru allir umdeildir og vekja upp margar SIÐFERÐISLEGAR spurningar en um leið og fólk kemur með eina ákveðan skoðun sem myndast af rörsýn byggðri á trú þá eru menn komnir á villigötur.

Takk fyrir mig.
If you start the day doing nothing, when do you know when you've finished?