Keikó dáinn Jæja, þar kom að þeirri hræðilegu stund að keikó væri dáinn. Mér finnst það mjög sorglegt því mér þótti mjög vænt um þennan háhyrning. Ég hafði reyndar aldrei séð hann en hafði séð fullt af myndum af honum í fréttunum og blaðinnu. Ég man eftir að í þriðja bekk gerði ég ritgerð um hann. Keikó var orðinn 27 ára blessunin og átti marga góða daganna eins og aðalhlutverk í Free Willy myndunum þrem (eða hvað sem þær voru nú margar). Hann dó úr lungnabólgu á föstudaginn og synti í land til að deyja. Ég er viss um að Simon Wincer og félagar munu sakna hans sárt eins og margur íslendingurinn. Hann var hérna á íslandi áður enn hann byrjaði “kvikmyndaferil sinn í ammríku” og var á sædýrasafni í hafnafirði og hét þar Siggi. Og þess má til gamans geta að hann bjargaði strák frá drukknun í lauginni sem hann var í. Keikó fannst við Ísland árið 1978. Eftir að hann lék í þessum Free Willy myndum, dvaldist hann um nokkra stund hér við Vestmannaeyjar. Nánar tiltekið í Klettsvík. Hann var fluttur til Íslands með C-17 herþotu árið 1998 og var fluttur í kari niður Heiðaveginn og fór svo út í Klettsvík. Hann fæddist árið 1975 við Íslandsstrendur og fannst árið '78 eins og áður hefur komið fram. Til minningar um keikó.
Fæddur: 1978 Látinn: 12. Desember 2003

Vona að þetta hafi veirið áhrifamikill lestur og að þið saknið hans eins mikið og ég.
Bestu þakkir:
ZomB