Þegar við tölum um liti þá erum við bara að tala um hvernig mannsaugað greinir milli mismunandi bylgjulengda ljóss.

Til að skilja eftirfarandi grein þarf maður að vita hvernig við sjáum liti á hlutum.

Ljós frá sólu er hvítt, hvítt ljós hefur að geyma alla liti sem mannsaugað getur greint, getur séð þegar allir litir hvíta ljóssins hætta vera saman t.d. í rigningu, þá sérðu hvíta ljósið “brotna” og mynda regnbogann. Hvíta ljósið hefur sem sagt að geyma eins mikinn lit og mögulegt er (ef miðað er við getu mannsaugans til að greina liti).

Allavega þegar hvíta ljósið frá sólinni skellir á banana þá tekur bananinn í sig bláa litinn og endurspeiglar frá sér rauðum og grænum og eins og flestir vita þá myndar rauður og grænn litinn gulan og þar með sjáum við bananan sem gulan.

Því meira sem hlutir taka ljós í sig því dekkri eru þeir, “svart” efni endurvarpar sem sagt litlu ljósi og er þar með litlaust eða ansi litlítið (endurvarpar náttúrulega einhverju).

Nú um daginn rakst ég á texta þar sem var talað um litaða manninn eða “the colored man”, sem sagt verið að tala um svarta manninn. Nú, þar sér maður strax ranga hugsun hjá fólki. Ef dökkt er minni litur og ljóst er meiri afhverju er svarti maðurinn kallaður litaður? Þetta er einfaldlega röng hugsun því hvíti maðurinn er miklu meira litaður en svarti maðurinn, svarti maðurinn endurvarpar ekki jafn miklu ljósi frá sér og hvíti maðurinn, sem sagt hefur minni lit. Hvíti maðurinn endurvarpar aftur á móti ansi miklum lit frá sér.

Ég sé samt hvar fólk hefur verið að ruglast, í “gamla daga” hefur hvítur örugglega ekki verið álitinn vera litur, en eins og við vitum í dag (og hefðum eiginlega átt að vita þá líka, löngu búið að vísindalega sanna það þá o_O) þá er hvítur með mesta magn litar af öllum litum.

Þeir sem vilja fræðast eithvað meira um ljós og sjón geta farið á eftirfarandi tengla:

http://science.howstuffworks.com/light.htm
http://science.howstuffworks.com/eye.htm

Þakka fyrir mig! ;) - Brynjar Harðarson