Móta karlar kröfur um útlit kvenna Nýjasta sem ég er að taka eftir í umræðu sem snýr að femínistum er að þeir vilja meina að karlar móti fegurðarkröfur sem konur verða að fara eftir og uppfylla, eins og margt sem hefur komið frá femínistum þá getur maður ekki annað en stoppað og velt þessu aðeins fyrir sér, því það finnur það hver sem er að það er eitthvað ekki alveg í lagi með þessa röksemdafærslu.

Mig langar að varpa spurningu á femínista og spyrja hvort það séu þá einnig karlar sem búi til fegurðarmælikvarða á karlmenn eða stráka, eða eru það konur sem búa til fegurðarkröfur á karlmenn, eða gæti það verið eitthvað annað sem mótar fegurðarmat líðandi stundar ?
Þetta minnir mig á brandara sem ég sá í blaði, hann var þannig að það var gripið inn á vinnustofu hjá frægum málara sem var uppi á miðöldum og það kemur til hans kona sem í dag hefði verið samþykkt sem módel því hún var grönn og falleg, en hann segir við hana að hann geti ekki notað hana sem módel því aðeins feitar konur séu í tísku og hún verði að fara og fita sig.

Þetta fær mann til að hugsa um hvort það sé rétt að karlmenn móti útlits og fegurðarkröfur á konur, eða er það kannski annað sem mótar það t,d tíðarandinn. Eða hvernig vilja femínistar setja þetta upp, þá kannski að karlar haldi leynilegt þing þar sem er lagt á ráðin um hvernig kröfur eigi að gera til kvenna um hvernig þær eigi að líta út, ég held það sjái það hver sem pælir í þessum fullyrðingum femínista að þetta á ekki við nein rök að styðjast, ég sem karlmaður hef aldrei setið leyniþing þar sem er greitt atkvæði um mismunandi útlit kvenna, og hvernig ég vilji sjá konur.

Frekar fer að hvarfla að manni að femínistar séu þarna að sýna hvernig þeir sjá heiminn í kringum sig, þeir sjá hann þannig að karlar eru djöflar í hverju horni og sitja um konur og séu með svipuna á lofti og píski þær til og frá.

Mig langar að taka hér smá af texta sem má finna á www.ifeminists.net/introduction/
In recent years, feminism has come to be associated with anger toward men who, as a class, are viewed as the political enemy. You cannot create equality with men by embedding gender privilege for women into the law.

Og dæmi nú hver fyrir sig, þarna er risin upp angi af femínistahreyfingunni sem sér hverskonar ranglæti og kúgun sumir femínistar aðhyllast. Svo langar mig að enda á því að segja að mér finnst karlar sem kalla sig femínista vera það daprasta sem til er, því femínistar eru svo alls ekki að berjast fyrir bættum réttum karla, og það er alveg örugglega eitthvað allt annað en jafnréttisbarátta sem fær þessa menn til að kalla sig femínista, og þannig vera að sverja sig í baráttu sem gengur út á það að mismuna fólki eftir kyni, og það er ekki þeirra kyn sem gengur fyrir í þeirri baráttu. Og þeir eru einnig að taka undir þá ímynd sem femínistar draga upp af körlum sem nauðgurum, morðingjum sem gera ekkert nema ganga um og misþyrma konum.

Ef einhver ætlar svo að koma með tölfræðilegar upplýsingar um þessi mál þá hef ég oft og mörgum sinnum svara því, og svara á þá vegu að það samræmist ekki karlmennsku ímynd að kæra konu fyrir líkamsárás eða barsmíðar, tökum dæmi um nýtt myndband með söngkonunni Pink, þar sem hún gengur inn á bar og fer að misþyrma körlum, ég held það heyrðust væl og læti ef það væri karl sem gengi inn á bar og færi að misþyrma konum , en greinilegt að kona kemst upp með að berja karla í klessu í tónlistarmyndböndum. Ágætis lýsing á mun á heimi kynjanna.