Jóla-Bröltið... Margir fara allveg á taugum við undirbúning jólanna og þeir sem hafa slæma reynslu af því ættu að lesa þessa grein til enda.

Málið er að öll “jóla-rútínan” veldur því að við gleymum boðskapi jólanna. Allir hafa áhyggjur af því hvað á að gefa í jólgjöf, hverjum á að skrifa jólakort, hvernig föt eigi að kaupa fyrir jólin o.s.frv…. málið er að þetta ýtir undir stress.

Ég hef heyrt að í sumum tilvikum sé þetta svo slæmt að sumir “kvíði jólanna” og öðrum finnst það bara asnaleg samkoma. Ef þessu jólastússi fer ekki að linna, (þ.e. jólaljósum í miðjum nóvember, o.fl.) fer ekki að linna þá er ég meira og minna að snúast í þessa áttina.

Málið er.. Það þarf ekki gera þetta mikið úr afmæli Krists. Jólatré, boðskapurinn með að höggva niður grenitré og stilla því upp í stofunni og henda allskonar drasli á það. Núna er það allveg einkennandi fyrir jólin en mér finnst það tóm della. Svo eyðir fólk tugþúsundum í rándýrar jólagjafir ! Um seinustu jól pantaði vinkona höfundar pizzu og hafði það gott, og var ekkert að taka þátt í jóla-brölti annarra.

Ég bið alla sem lesa greinina um að gera ekki allt of mikið úr þessari litlu hátið sem er jú haldin einu sinni á ári og allir fá að meðaltali sjötíu stykki. Verði ykkur að góðu !

Kv. Maggi