Ok, ég trúi alveg að það séu aðrar vitsmunaverur en við í geiminum. Ef þú myndir fylla sundlaug á ólimpíustærð (50 metrar, 8 brautir og djúpt í botn) af borðsalti þá sæirðu ca. hcersu margar stjörnur eru í okkar vetrarbraut, og það eru fullt af vetrarbrautum……

En hvernig geta þær komið til jarðar ? (Ef þær hafa gert það)

Ég er búinn að spá svolítið í ormagöngum, sem hafa þann eiginleika að þær geta komið manni mörg ljósár í burtu frá byrjunnarpunkti á engum tíma.
Gætu þessar geimverur ekki notfært sé þetta og komist þannig til jarðarinnar án þess að leggja fyrir sig milljarða ljósára leið hingað ?

“En afhverju eru þeir þá ekki búnir að rústa jörðinni?” spyrja margir.
En þegar mennirnir finna nýjar dýrategundir, þá ransökum við hana. Gætu sumar sögurnar um brotthvarf mann ekki verið sannar ? Mennirnir gera það sama, svæfa dýrið, ransaka það og skila því svo.

Erum við ekki bara enn eitt dýrið í flóru einhverra geimvera ?

Hvað getum við gert ef staðan er þannig ? Reynt að sigrast á ofsóknum þeirra, gefist og látið þá tuska okkur til að vild eða reyna að koma á vinasambandi þar sem við deilum upplýsingum ?

Hvað finst ykkur ?
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”