Ég vil fá að segja nokkur orð. Ég hef tekið eftir því að mörgum finnst fáránlegt að sjá 13-14 ára stelpur í svokölluðum g-strengsnærbuxum og segja að Britney og Christina Aquilera hafi þrýst á þær til að ganga í g-streng. Það er kolrangt að mínu mati. Alla vega byrjaði ég ekki að ganga í g-streng (af og til) út af Britney eða Christinu Aquileru. Ég gerði það vegna þrýstings frá stelpum sem ég var með í fimleikum. Þær voru allar alltaf í g-streng og oftast stífmálaðar og ég byrjaði að gera það sama, til að reyna að falla inn í hópinn. Mér finnst persónulega ekki óþægilegt að ganga í g-streng. Og mér finnst í lagi að 13 ára og eldri stelpur gangi í g-streng, en það á samt auðvitað ekki að skylda þær til þess! Svo talaði einhver um að stelpur ættu að vera þær sjálfar og tók sem dæmi Avril Lavigne.(sem gengur yfirleitt í boxer, held ég)Ég hef alls ekkert á móti Avril Lavigne hún er frábær og hæfileikarík. En hvað ef stelpur eru þær sjálfar EF þær ganga í g-streng? Ég meina vá, þetta eru nærbuxur. Ég hef ekkert á móti smekklegum, g-strengsnærbuxum svo lengi sem g-strengurinn er ekki glenntur. Sumir hafa líka alveg hrikalega mikið á móti því að stelpur gangi í brjóstahaldara! Mér finnst að stelpur megi nota brjóstahaldara ef að þær vilja.Sama hvort þær noti AA eða D. Stelpur gerið bara það sem ykkur finnst þægilegast!
En það er samt sorglegt að sjá yngri stelpur í g-strengsnærbuxum.
Þið hafið allt lífið framundan, slappið af. Auk þess mæli ég ekki með því að horrenglur gangi í g-strengsnærbuxum. Það kemur illa út. Það verður að vera með mjaðmir og rass í svona. ;)
Ég hef mínar skoðanir…