Hvít Jól eru málið. Það er bara svo gríðaleg jólastemming sem fylgir snjónum, og þar sem ég er nú eilítið jólabarn í mér, þá er ekkert verra að fílingurinn fylgi með. Veit ekkert yndislegra en að sitja inni 3 dögum fyrir jól, húsið fullt af piparkökuilm, jólamúsíkin allsráðandi og fyrir utan snjóar… þessum stóru, rólegu snjókornum, sem einhvern veginn fljóta um loftið, og virðast ekkert vera að flýta sér að setjast á jörðina. Eða þá að fara út í garð, byggja snjókarl eða fara í snjókast við...