Þá er loksins búið að fastsetja dagsetningu fyrir Skjálfta 4 | 2004!

Helgin 12.-14. nóvember hljómar alls ekki illa.

Ég verð að segja að ég ekki get beðið eftir að sjá hversu margir í BF skrá sig á þennan skjálfta.
Hvet ykkur til að skrá ykkur sem fyrst svo ekki verði neitt plássvesen.

Nánari upplýsingar um reglur og annað keppnisfyrirkomulag mun birtast í formi greina eða tilkynninga þegar ljóst er hvernig byrjun skráningar fer af stað.
Þessvegna ættuð þið að skrá ykkur sem fyrst, þá verð ég fyrr kominn með hugmynd að því hversu mörg lið munu mæta.

Þar sem greinarnar eða tilkynningarnar líklegast munu birtast eftir að skipulag og keppnisfyrirkomulag hefur verið nokkurnveginn fast sett þá er best að þið komið með allar ykkar óskir sem svar við þessari grein.

Segið ykkar álit á síðasta keppnisfyrirkomulagi, serverstillingum, ruslatunnustaðsetningum eða bara hverju sem er.

Áður en þið nefnið það þá er kannski réttast að taka það fram að keppni mun hefjast á föstudeginum í þetta skiptið :)
Einnig mun timerange verða lengt úr 1:40 í 2:20.

Sem fyrr verður einnig hægt að hafa samband við mig á IRCnet þar sem ég hef nickið ‘izelord’.
Vegna anna er langbest að bera spurninguna upp beint í stað þess að spyrja hvort ég sé til staðar :)

izelord, Skjálfta-BFp1mp
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.