Í ljósi lítillar virkni og deyjandi áhuga á Battlefield 1942, þá hafa BF klönin Overlord og Adios ákveðið að leggja árar í bát. Munu virkari meðlimir þessara klana (listi fylgir á eftir) taka höndum saman og stofna Battlefield 2 klan, sem verður svo hluti af multigaming-klaninu Seven. Seven, eins og einhverjir vita, rekur nú þegar bæði CS og CoD deild, og verður BF eflaust ágætis viðbót við klanið í heild sinni. Þrátt fyrir þá staðreynd að við munum einbeita okkur að BF2 þegar hann kemur út,...